Innlent

Ákvörðun um verjendur Jóns Ólafssonar tekin á miðvikudag

Frá þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd/ Visir.
Frá þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mynd/ Visir.

Fyrirtaka í máli Ríkislögreglustjóra gegn Jóni Ólafssyni athafnamanni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn.

Þá mun dómari taka ákvörðun um það hvort Sigurður G. Guðjónsson verði skipaður verjandi Jóns eða ekki. Jón Ólafsson hafði farið fram á að bæði Ragnar Aðalsteinsson og Sigurður yrðu skipaðir verjendur sínir.

Við þingfestingu málsins, í síðustu viku, mótmælti Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá Ríkislögreglustjóra, hins vegar skipun Sigurðar á þeirri forsendu að Sigurður kynni að vera kallaður til sem vitni í málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×