Innlent

Obama hittir Karzai

Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, hitti Hamid Karzai forseta Afganistan á öðrum degi heimsóknar sinnar til landsins í dag.

Obama hitti Karzai í forsetahöllinni í Kabúl í morgun og sagði talsmaður forsetans að þeir ætluðu að snæða hádegisverð saman.

Obama kom til Afganistan í gær en eyddi þá deginum í að ræða við bandaríska embættismenn og hermenn. Að þeim viðræðum loknum lýsti hann þeirri skoðun sinni að fjölga ætti í herliðið Bandaríkjamanna í Afganistan.

Frá Afganistan heldur Obama áleiðis til Þýskalands þar sem hann hyggst halda ræðu við Sigursúluna í Berlín

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×