Fleiri fréttir

Slasaðist við fall af hesti

Karlmaður slasaðist þegar að hann féll af hestbaki við Kolbeinsstaðahrepp nú á níunda tímanum í kvöld og þurfti hann aðstoð sjúkraflutninga. Að sögn lögreglunnar í Borgarfirði er ekki talið að maðurinn hafi slasast illa, en grunur leikur á að hann hafi fótbrotnað.

Alvarlega brotið á aðstandendum fatlaðra

Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir alvarlega brotið á aðstandendum fatlaðra. Hann segir nýlegan úrskurð Evrópudómsstólsins gefa samtökunum aukinn kraft.

Skipstjóri Hólmatinds: Framtíð skipsins óljós

Eins og var greint frá í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og hér á Vísi í dag sökk hinn fornfrægi íslenski togari Hólmatindur við bryggju í Namibíu. Hólmatindur var á leið í slipp í Walvis Bay þegar hann sökk. Engan sakaði í óhappinu en skipverjar misstu talsvert af eignum sínum.

Töluvert spurt um kældan bjór í Vínbúðinni í Austurstræti

Töluvert er spurt um kaldan bjór og annað léttvín í Vínbúðinni í Austurstræti að sögn verslunarstjóra búðarinnar, Einars Jónatanssonar. Sú þjónusta að selja kælt áfengi er ekki lengur í boði í búðinni að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur hjá ÁTVR en þjónustunni var hætt vegna beiðni frá Reykjavíkurborg.

Ný virkjun á stærð við Kárahnjúkavirkjun

Náttuverndarsamtök Íslands segja að Aloca fari fram á nýja virkun á stærð við Kárahnjúkavirkjun. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld setji fram skýra náttúruverndarstefnu fyrir Alcoa og önnur stóriðjufyrirtæki til að vinna eftir.

Vodafonehjólin komin á stræti Reykjavíkur fyrir mánaðarlok

Hægt verður að fá Vodafone-hjól til afnota að endurgjaldslausu í Reykjavík eigi síður en í lok þessa mánaðar. „Það er verið að hrinda þessu í framkvæmd á næstunni, nú erum við að tryggja skráningakerfið á hjólum og hjálmum þannig að hægt sé að taka hjól og skila hjólum á hinum ýmsu stöðum," segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri.

Óvíst hvort Sigurður G. geti varið Jón Ólafsson

„Mér er kunnugt um nokkra hæstaréttadóma sem hafa fallið þar sem dómari synjaði sakborningi um verjanda að eigin vali vegna stöðu lögmannsins sem vitnis," segir Haukur Örn Birgisson héraðsdómslögmaður.

Alcoa skoðar stærra álver á Bakka

Alcoa skoðar hvort hægt sé að byggja stærra álver á Bakka við Húsavík en áður var fyrirhugað eða allt upp í þrjú hundruð fjörtíu og sex þúsund tonn.

Hólmatindur sökk í Namibíu

Hólmatindur, sem áður var í íslenskri eigu, sökk við bryggju í borginni Wavlisbay í Namibíu fyrr í vikunni.

Sultartangastöð óstarfhæf út ágúst

Sultartangastöð verður óstarfhæf út ágúst og má rekja bilunina allt til alvarlegra bilana sem varð í spennum stöðvarinnar á seinasta ári. Sultartangastöð verður einungis rekin með hálfum afköstum fram undir áramót. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

,,Samningurinn verður kolfelldur"

,,Mín tilfinning er sú að samningurinn verður kolfelldur," segir Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður félags Ungra lækna, um rúmlega nýlegan kjarasaming Læknafélags Íslands við fjármálaráðuneytið. ,,Það kæmi mér á óvart ef læknar samþykja þessa óáran yfir sig."

Óprúttnir aðilar segjast selja öryggiskerfi

Öryggisgæslan ehf. kveðst hafa haft veður af óprúttnum aðilum sem hafa haft samband við heimili fólks til að bjóða því heima öryggiskerfi til sölu og fengið þannig upplýsingar um hvort slíkt öryggistæki sé á heimilinu eða ekki.

Vegagerðin hefur ekki tekið efni við Kerið

Vegagerðin varði á árunum 2001 og 2002 a.m.k. 2,5 milljónun króna til uppbyggingar áningarstaðar við Kerið í Grímsnesi til viðbótar við bílastæði sem þar hafði áður verið lagt. En um er meðal annars að ræða frágang á bílastæði, uppsetningu upplýsingaskiltis, frágang göngustíga og uppgræðsla.

Segir ummæli um Malarvinnsluna á Egilsstöðum helber ósannindi

„Þetta eru helber ósannindi sem gera ekkert annað en að skaða okkur,“ sagði Lúðvík Friðriksson, framkvæmdastjóri Malarvinnslunnar á Egilsstöðum, sem hafði samband við ritstjórn Vísis og kvaðst verulega ósáttur við ummæli Hildar Evlalíu Unnarsdóttur í viðtali við Vísi í gær

,,Við eigum að klára þetta dæmi"

Kjartan Ólafsson, varaformaður umhverfisnefndar Alþingis, segir að framkvæmdir við álver í Helguvík haldi áfram þrátt fyrir skoðanakönnun sem sýnir að andstæðingar álversins eru fleiri en stuðningsmenn.

Vilja að atkvæðisrétturinn verði tekinn af Íslandi

Ungliðahreyfing Frjálslynda flokksins vilja að Ísland verði svipt atkvæðisrétti sínum hjá SÞ. UF lýsir yfir stuðningi við sjómann sem Landhelgisgæslan hafði afskipti af í gær þar sem hann var að ólöglegum veiðum.

Listaháskóli á Frakkastígsreit

Áætlað er að nýbygging Listaháskóla Íslands á svo kölluðum Frakkastígsreit í hjarta höfuðborgarinnar verði tilbúin haustið 2011. Í dag voru kynntar niðurstöður úr samkeppni um hönnun á byggingu skólans.

Framhaldssagan um álftaparið

Sést hefur til álftarpars með fjóra unga á Rauðavatni og gæti það verið álftaparið sem hvarf af Árbæjarlóninu.

Ögmundur sextugur

Það steðjaði margt góðra gesta í sextugsafmæli Ögmundar Jónassonar alþingismanns og formanns BSRB, sem hófst klukkan fimm í dag.

Austurvöllur er heitur reitur

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri opnaði í dag fyrir frítt netsamband á Austurvelli. Með þessu vill borgin koma til móts við þá sem sitja með fartölvu á góðviðrisdögum á Austurvelli og telja sig þurfa vera á netinu á sama tíma.

Gönguferð um Grasagarðinn

Boðið hefur verið upp á sérstakar gönguferðir um Grasagarðinn í sumar þar sem sérfræðingar hafa kynnt ýmislegt sem hægt er að finna í garðinum. Í kvöld klukkan átta verður sjöunda slíka ferðin farin þar sem safnvörður garðsins ætlar að sýna runna sem núna eru í blóma.

Bæjarstjórn Álftaness sökuð um valdníðslu og hroka

Lóðareigandi á Álftanesi sakar bæjaryfirvöld þar um valdníðslu og hroka eftir að þau ákváðu að gera nýtt deiliskipulag og banna byggingu á lóð hans. Bæjarstjórinn vísar ásökunum hans alfarið á bug og vill ná sáttum í málinu.

Eftirgrennslan eftir fólki á Látraströnd

Laust fyrir hádegi í dag fékk lögreglan á Akureyri ábendingu um að par frá Þýskalandi sem hefði líklega gengið af stað frá Grenivík norður Látraströnd sl. sunnudag væri ekki komið til baka til Grenivíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Akueyri.

Dísel hefur hækkað meira en bensín

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur haldið áfram að lækka í dag. Verðstríð hófst í morgun milli íslensku olíufélaganna eftir að N1 auglýsti fimm króna lækkun á eldsneyti. Ávinningurinn af því að aka um á díselbílum verður hins vegar stöðugt minni.

Vill bjarga Egilsstöðum með háskóla

„Ég vil setja háskóla hérna. Það er fín aðstaða í gamla Alþýðuskólanum á Eiðum sem Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi keypti á sínum tíma með því skilyrði að hann ætlaði að setja upp menningarsetur þar,“ segir Hildur Evlalía Unnarsdóttir

Framlög til einkarekinna leikskóla aukin

Borgarráð hefur samþykkt að veita einkareknum leikskólum samtals 72,7 milljónir króna vegna aukins rekstrarkostnaðar í lok síðasta árs og á þessu ári. Kostnaðarauki nam 12,7 milljónir króna á tímabilinu október til desember í fyrra. Hann er áætlaður 60 milljónir króna á þessu ári.

Boðsundsveitin komst ekki af stað í dag

Boðsundsveitin í sjósundi hefur framlengt dvöl sína í Dover í Englandi fram á mánudag og ætlar að gera nýja tilraun til að synda boðsund yfir Ermarsund á laugardag eða sunnudag. Boðsundsveitin átti að leggja í hann í morgun þó að veðurútlit væri slæmt.

Segir krepputal ekki hafa áhrif á andstöðu við stóriðju

"Þetta sýnir og staðfestir að það er skýr meirihlutavilji fyrir því að ekki verði gengið lengra í stóriðjuvæðingu á íslensku efnahags- og atvinnulífi," segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna en flokkurinn lét framkvæma könnun á viðhorfi landsmanna til stóriðjuframkvæmda í Helguvík.

Álver komi á réttum tíma

Afstaða fólks til byggingar álvers í Helguvík byggist á mörgum þáttum og er efnahagsástandið ein helsta skýringin, að mati Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann segir að það komi sér ekki alveg á óvart að um 65% landsmanna séu andvígir fyrirhuguðu álveri, eins og könnun Gallup bendir til.

Um 42% landsmanna andvígir álveri í Helguvík

Niðurstöður nýrrar Gallup könnunar sýna að 41,6% svarenda eru andvígir álveri í Helguvík, 36% eru hlynntir en 22,4% segjast hvorki hlynntir né andvígir. Könnunin er gerð fyrir þingflokk Vinstri – Grænna.

Lítil sem engin sýnileg löggæsla í borginni

Í ljósi frétta af háskalega fámennri vakt lögreglu í miðborginni um helgar ítrekar minnihluti borgarráðs athugasemdir sínar við að í vinnu nefndar borgarstjóra að miðborgarmálum skuli ekki hafa verið kallað eftir aukinni og sýnilegri löggæslu, sbr. bókun minnihlutans á fundi borgarráðs 3. júlí sl. Þá er ítrekað að minnihlutinn lagði á sama fundi fram neðangreinda fyrirspurn, að gefnu tilefni:

Skipar nýjan dómara við héraðsdóm Austurlands

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Halldór Björnsson, settan héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur, í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Austurlands frá og með 1. september 2008.

Aðstoðarlögreglustjóri segir umræðu um löggæslumál byggja á misskilningi

Tuttugu og fjórir lögreglumenn voru við störf aðfararnótt laugardagskvöldið 12. júlí síðastliðinn, að sögn Harðar Jóhannessonar aðstoðarlögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem Hörður sendi fjölmiðlum segir að 17 menn hafi verið á vakt hjá almennu deild, einn á svæðisstöð og 6 í umferðardeild.

Sjá næstu 50 fréttir