Innlent

Ók út af undir áhrifum lyfja

Karlmaður á miðjum aldri slapp ómeiddur þegar hann ók bíl sínum út af Vaðnesvegi rétt fyrir miðnætti. Lögreglan á Selfossi var kölluð á staðinn en maðurinn er grunaður um að hafa ekið bæði undir áhrifum áfengis og lyfja.

Hann sakaði ekki og var fluttur í fangageymslur á Selfossi til að sofa úr sér. Þar bíður hann yfirheyrslu. Lögreglan á Selfossi tók tvo til viðbótar í nótt sem grunaðir eru um ölvunarakstur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×