Innlent

Þrír sviptir eftir ofsaakstur - Einn ók á tæplega 200

Þrír ökumenn voru sviptir ökuréttindum í gærkvöld og nótt eftir ofsaakstur.

Sá fyrsti var tekinn á Hafnarfjarðarvegi um klukkan hálf ellefu á 196 km hraða á klukkustund en leyfilegur hámarkshraði þar er 80.

Ökumaðurinn sem um ræðir er 25 ára karlmaður en hann ók mótorhjóli. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum.

Rétt eftir miðnætti var svo annar maður tekinn á Hafnarfjarðarveginum á 152 km hraða. Hann er á þrítugsaldri og var töluvert ölvaður þegar hann ók bílnum sínum meira en 70 kílómetrum yfir hámarkshraða. Hann var enda handtekinn og sviptur ökuréttindum.

Þá var sá þriðji og síðasti tekinn á Kringlumýrarbraut til móts við N1 um klukkan 11 í gærkvöldi. Það var ökumaður mótorhjóls sem ók á 157 km hraða á klukkustund en hámarkshraði þar er 80. Sá var einnig sviptur ökuréttindum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×