Innlent

Færri fara til útlanda í frí

Þorsteinn Guðjónsson framkvæmdarstjóri Úrval Útsýn.
Þorsteinn Guðjónsson framkvæmdarstjóri Úrval Útsýn.

Farþegafjöldi Úrvals Útsýnar hefur dregist saman um 8 prósent á milli ára en Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, bendir á að seinasta ár hafi verið metár hvað farþegafjölda varðar. Sala á haustferðum er hafinn og hefur sala á ferðum yfir hátíðirnar verið góð. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni fyrr í morgun.

Þorsteinn segir að ferðaskrifstofur standi og falli með krónunni. Hann kveðst vera fylgjandi upptöku evru.

,,Við þurfum að hafa stöðugleika," segir Þorsteinn og líkir áætlanagerð sem tekur við að stöðu krónunnar og stöðu efnahagsmála við veðurspár.

Þorsteinn segir að ferðaskrifstofur hafi ekki mikil tækifæri til að bregaðst við slæmum horfum í efnahagsmálum og erfitt sé að bakka út úr flug- eða hótelsamingum með stuttum fyrirvara.

,,Olía fer að verða 50% af heildarkostnaði við flug og það er rosalegt fyrir þá sem standa í flugrekstri," segir Þorsteinn.

Viðtal Heims Karlssonar við Þorstein er hægt að nálgast hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×