Innlent

Framkvæmdastjóri hjá Norðuráli ánægður með vinnubrögð lögreglu

Lögreglan að störfum í Helguvík
Lögreglan að störfum í Helguvík

Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli, segir að lögregla hafi tekið skynsamlega á málum í gær þegar aðgerðasinnar stöðvuðu vinnu á athafnasvæði Norðuráls í Helguvík.

Hann segist lítið vilja tjá sig um aðgerðir Saving Iceland að öðru leiti en að aðgerðirnar í gær hafi verið ólöglegar.

"Fólkið fór ólöglega inn á vinnusvæði okkar og því var lögregla látin vita. Hún tók svo á málinu," segir Ágúst

Hann segir fyrirhugaðar aðgerðir Saving Iceland í sumar ekki hafa verið ræddar sérstaklega hjá Norðuráli.

"En ef það verður aftur farið ólöglega inn á vinnusvæði Norðuráls munum við láta lögreglu vita, líkt og við gerðum í gær," segir Ágúst Hafberg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×