Innlent

60% þjóðarinnar vill aðildarviðræður

60% þjóðarinnar er hlynnt því að taka upp aðildarviðræður við ESB. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup.

Samkvæmt henni eru 51% fylgjandi aðild að ESB, 25% á móti en tæpur fjórðungur er hvorki hlynntur né andvígur aðild.

Þegar kemur að evrunni eru 58% hlynntir því að taka hana upp en 22% eru á móti.

Meirihluti stuðningsmanna allra flokka á Alþingi er hlynntur því að taka upp aðildarviðræður við ESB. Hjá stjórnarflokkunum er hlutfallið 45% með en 34% á móti hjá Sjálfstæðisflokknum en 85% á móti 5% innan Samfylkingarinnar.

Hjá stjórnarandstöðunni eru sömu hlutföll 48/25 hjá Framsóknarflokknum, 47/26 hjá Frjálslynda flokknum og 50/31 hjá Vinstri hreyfingunni - grænt framboð.

Könnunin var unnin fyrir Samtök Iðnaðarins

Könnunina má sjá hér














Fleiri fréttir

Sjá meira


×