Innlent

Ætla að stöðva vinnu eins lengi og hægt er

Svona mun fyrirhugað álver í Helguvík líta út.
Svona mun fyrirhugað álver í Helguvík líta út.

Tveir lögreglubílar eru komnir á vinnusvæði Norðuráls í Helguvík en 40 manna hópur frá Saving Iceland hefur stöðvað þar vinnu síðan í morgun.

Að sögn Snorra Páls Jónssonar Úlfhildarsonar skipti hópurinn sér sex minni hópa. Fimm hópar hlekkjuðu sig við vinnuvélar en sá sjötti klifraði upp í krana sem er á svæðinu.

Að sögn Snorra ætlar fólkið að stöðva vinnu á svæðinu eins lengi og mögulegt er. Það mun ekki fara fyrr en það verður fjarlægt með valdi.

Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka .


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×