Innlent

Þingmaður spyr hvort eðlilegt sé að forsetinn snæði með Stewart

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Jón Magnússon alþingismaður spyr á bloggsíðu sinni í dag hvort það sé viðeigandi af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta að snæða humar með lífstílsfrömuðinum Martha Stewart.

Eins og Fréttablaðið greinir frá á forsíðu sinni í dag er Martha Stewart hér á landi um þessar mundir. Í gærkvöldi snæddi hún humar með forsetahjónunum á Eyrarbakka.

Árið 2004 var Stewart dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að bera ljúgvitni og hindra framgang réttvísinnar þegar viðskipti sem hún átti með fyrirtæki sitt ImClone voru til rannsóknar.

Nýlega var henni synjað um vegabréfsáritun til Bretlands vegna þessa.

"Mér finnst ólíklegt að nokkur annar þjóðhöfðingi í norðanverðri Evrópu hefði tekið á móti Mörthu Stewart og boðið henni út að borða.

Er það viðeigandi að forseti Íslands geri það?," spyr Jón af þessum sökum á bloggsíðu sinni. Hana má sjá hér










Fleiri fréttir

Sjá meira


×