Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2025 07:17 Tvinn-rafmagnsflugvél Evio er ætlað að draga stórlega úr eldsneytisnotkun, útblæstri og hljóðmengun, auk þess að lækka rekstrarkostnað flugfélaga. Evio Kanadíska sprotafyrirtækið Evio hefur kynnt þróun tvinn-rafmagnsflugvélar, Evio 810, til notkunar á styttri flugleiðum í flokki 50 til 100 sæta flugvéla. Stefnt er á fyrsta reynsluflug árið 2029 og að hún komist í reglulegan flugrekstur í byrjun næsta áratugar. Verkefnið hófst fyrir sex árum en hefur farið mjög leynt og kom það flugfréttamiðlum heims í opna skjöldu þegar Evio sendi út fréttatilkynningu síðastliðinn fimmtudag, 11. desember. Þar kemur fram að þegar séu komnir samningar og viljayfirlýsingar frá tveimur stórum flugrekendum um kaup á 450 eintökum. Þeir eru þó ekki nafngreindir. Flugvélin er hönnuð til að bera 76 farþega.Evio Mesta athygli vekja bakhjarlar verkefnisins. Boeing-flugvélaframleiðandinn veitir tæknilega aðstoð og Pratt & Whitney-hreyflaframleiðandinn leiðir þróun hreyfils flugvélarinnar. Samstarf Evio við þessa tvo af reyndustu tæknirisum fluggeirans þykir mikill kostur þegar kemur að því að þróa og fá vottun fyrir algerlega nýja flugvél. Stærð flugvélarinnar miðar við að hún beri 76 farþega en jafnframt er stefnt á fraktvél og herútgáfur. Farþegarýmið verður breiðara en nú þekkist í vélum af þessari stærð, sem á að gera hana þægilegri fyrir farþega. Farþegarými Evio sýnt með 2+1 „saga-class“ innréttingu fremst en 2+2 aftar.Evio Flughraðinn er áætlaður um 620 kílómetrar á klukkustund og flugdrægið um 900 kílómetrar, eða 500 sjómílur, en hún er sögð geta hentað vel á 400-550 kílómetra löngum flugleggjum. Þess má geta að flugleiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar er um 250 kílómetrar en milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 380 kílómetrar. Flugleiðin milli Keflavíkur og Færeyja er um 800 kílómetrar. Flugdrægi Evio er áætlað að verði 900 kílómetrar. Þar af á að hún að komast 200 kílómetra eingöngu á rafmagni.Evio Bæði sætafjöldi og hraði Evio-vélarinnar er sá sami og Dash 8 Q400-vélanna, sem eru burðarásar innanlandsflugs Icelandair. Evio 810 á að geta flogið eingöngu á rafmagni yfir stuttar vegalengdir, allt að 200 kílómetra, en nýta skilvirka brunahreyfla sem varaafl á lengri flugum. Tvinn-tæknin er sögð draga stórlega úr eldsneytisbrennslu, útblæstri og hljóðmengun, auk þess að lækka rekstrarkostnað flugfélaga. Flugvélin verður með fjóra hreyfla og T-laga stél.Evio „Við viljum gera svæðisbundið flug bæði hagkvæmara og umhverfisvænna,“ er haft eftir Michael Derman, framkvæmdastjóra Evio. „Evio 810 sameinar áreiðanleika hefðbundinna véla og kosti rafmagnsdrifs – án þess að fórna flugdrægni eða öryggi.“ Þróunar- og stjórnendateymi Evio samanstendur af miklum reynsluboltum úr fluginu. Í stjórn félagsins sitja meðal annarra Rob Dewar, fyrrum aðstoðarforstjóri hjá Airbus, sem var áður yfir þróun Bombardier CS-þotunnar, núna Airbus A220, og Frank Cappuccio, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Lockheed Martin, en þar stýrði hann meðal annars þróun á herþotum. Sjá má flugvélina og heyra lýsingar forystumanna á verkefninu í myndbandi frá Evio: Fréttir af flugi Orkuskipti Samgöngur Icelandair Loftslagsmál Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Boeing Tengdar fréttir Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Verkefnið hófst fyrir sex árum en hefur farið mjög leynt og kom það flugfréttamiðlum heims í opna skjöldu þegar Evio sendi út fréttatilkynningu síðastliðinn fimmtudag, 11. desember. Þar kemur fram að þegar séu komnir samningar og viljayfirlýsingar frá tveimur stórum flugrekendum um kaup á 450 eintökum. Þeir eru þó ekki nafngreindir. Flugvélin er hönnuð til að bera 76 farþega.Evio Mesta athygli vekja bakhjarlar verkefnisins. Boeing-flugvélaframleiðandinn veitir tæknilega aðstoð og Pratt & Whitney-hreyflaframleiðandinn leiðir þróun hreyfils flugvélarinnar. Samstarf Evio við þessa tvo af reyndustu tæknirisum fluggeirans þykir mikill kostur þegar kemur að því að þróa og fá vottun fyrir algerlega nýja flugvél. Stærð flugvélarinnar miðar við að hún beri 76 farþega en jafnframt er stefnt á fraktvél og herútgáfur. Farþegarýmið verður breiðara en nú þekkist í vélum af þessari stærð, sem á að gera hana þægilegri fyrir farþega. Farþegarými Evio sýnt með 2+1 „saga-class“ innréttingu fremst en 2+2 aftar.Evio Flughraðinn er áætlaður um 620 kílómetrar á klukkustund og flugdrægið um 900 kílómetrar, eða 500 sjómílur, en hún er sögð geta hentað vel á 400-550 kílómetra löngum flugleggjum. Þess má geta að flugleiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar er um 250 kílómetrar en milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 380 kílómetrar. Flugleiðin milli Keflavíkur og Færeyja er um 800 kílómetrar. Flugdrægi Evio er áætlað að verði 900 kílómetrar. Þar af á að hún að komast 200 kílómetra eingöngu á rafmagni.Evio Bæði sætafjöldi og hraði Evio-vélarinnar er sá sami og Dash 8 Q400-vélanna, sem eru burðarásar innanlandsflugs Icelandair. Evio 810 á að geta flogið eingöngu á rafmagni yfir stuttar vegalengdir, allt að 200 kílómetra, en nýta skilvirka brunahreyfla sem varaafl á lengri flugum. Tvinn-tæknin er sögð draga stórlega úr eldsneytisbrennslu, útblæstri og hljóðmengun, auk þess að lækka rekstrarkostnað flugfélaga. Flugvélin verður með fjóra hreyfla og T-laga stél.Evio „Við viljum gera svæðisbundið flug bæði hagkvæmara og umhverfisvænna,“ er haft eftir Michael Derman, framkvæmdastjóra Evio. „Evio 810 sameinar áreiðanleika hefðbundinna véla og kosti rafmagnsdrifs – án þess að fórna flugdrægni eða öryggi.“ Þróunar- og stjórnendateymi Evio samanstendur af miklum reynsluboltum úr fluginu. Í stjórn félagsins sitja meðal annarra Rob Dewar, fyrrum aðstoðarforstjóri hjá Airbus, sem var áður yfir þróun Bombardier CS-þotunnar, núna Airbus A220, og Frank Cappuccio, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Lockheed Martin, en þar stýrði hann meðal annars þróun á herþotum. Sjá má flugvélina og heyra lýsingar forystumanna á verkefninu í myndbandi frá Evio:
Fréttir af flugi Orkuskipti Samgöngur Icelandair Loftslagsmál Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Boeing Tengdar fréttir Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50
Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. 12. september 2024 22:40