Innlent

Ráðist gegn rúðum á Akranesi

Mikið hefur verið um að rúður hafi verið brotnar að undanförnuá Akranesi. Lögregla hefur fengið 6 slík mál inn á sitt borð á undanförnum tveimur vikum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Akranesi. Þar segir einnig að aðallega hafi rúður verið brotnar í vinnuskúrum og þá venjulega allar rúðurnar í skúrunum.

„Vitað er um geranda í einu tilfellanna en það tilfelli virðist ekki tengjast hinum. Biður lögregla þá sem hafa einhverja vitneskju eða upplýsingar um málin að hafa samband. Hér er um umtalsvert tjón að ræða og mikils vert að upplýsa hver eða hverjir hafa verið að verki."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×