Innlent

Valgerður hefur áhyggur af tengslum Tryggva

Valgerður Sverrisdóttir lýsir yfir áhyggjum af ráðningu Tryggva Þórs Herbertssonar sem sérstaks efnahagsráðgjafa forsætisráðherra. Það eru fyrst og fremst tengslin við Sjálfstæðisflokkinn og afstaða hans gegn Evrópusambandinu sem veldur henni áhyggjum.

Tryggvi var ráðinn til sex mánaða og er markmiðið með ráðningu hans að efla forsætisráðuneytið enn frekar í að glíma við þann efnahagsvanda sem íslenskt efnahagslíf glímir við.

Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segir þrennt valda sér áhyggjum vegna ráðningar Tryggva. Í fyrsta lagi hafi Tryggvi lengi talað fyrir sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins auk þess sem hann er harður andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Jafnframt segir Valgerður að Tryggvi, sem tók sér tímabundið frí sem forstjóri Aska Capital, gæti átt erfitt með að aðskilja hagsmuni fyritækja, ríkis og almennings í starfi sínu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×