Innlent

Saving Iceland mótmæla í Hvalfirði

Frá mótmælum Saving Iceland
Frá mótmælum Saving Iceland

Rétt í þessu lokuðu 20 manns frá Saving Iceland hreyfingunni, umferð til og frá álveri Norðuráls/Century og járnblendiverksmiðju Elkem í Hvalfirði. Fólkið hefur læst sig saman í gegnum rör og þannig skapað mennskan vegartálma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

,,Við mótmælum umhverfistengdum og heilsufarslegum afleiðingum námugraftar og súrálsframleiðslu Century á Jamaíka og áætlunum fyrirtækisins um nýtt álver og súrálsverksmiðju í Vestur Kongó. Fyrirhugaðar stækkanir Norðuráls og Elkem hér á landi munu leiða af sér eyðileggingu einstakra jarðitasvæða og einnig hafa í för með sér losun gífurlegs magns gróðurhúsalofttegunda," segir Miriam Rose frá Saving Iceland í tilkynningunni.

Lögreglan á Akranesi sagði í samtali við Vísi að þeir hefðu fengið vísbendingar um lokunina. Verið væri að kanna ástandið í þessum töluðu orðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×