Innlent

Leita ísbjarna á Vestfjörðum

Ísbjörnin sem fannst á Þverárfjalli, nærri Sauðárkróki fyrr í sumar.
Ísbjörnin sem fannst á Þverárfjalli, nærri Sauðárkróki fyrr í sumar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og lögreglan á Vestfjörðum leita nú ísbjarna á Hornströndum. Ferðafólk taldi sig hafa séð tvo ísbirni í Skálakambi nálægt Hælavík fyrr í kvöld.

Lögreglan á Vestfjörðum sagði í samtali við Vísi að tilkynning um málið hefði borist á tíunda tímanum í kvöld. Lögreglan segir fulla ástæða til þess að taka slíka ábendingu alvarlega vegna þess að margir gönguhópar séu á þessum slóðum. Lögreglan muni því verða við leit fram á nótt og vara fólk á svæðinu við.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×