Innlent

Verktakar flýja mótmælendur

Lögregla fylgist með aðgerðum.
Mynd: Hilmar Bragi
Lögregla fylgist með aðgerðum. Mynd: Hilmar Bragi

Lögreglumaður sem stýrir aðgerðum lögreglu í Helguvík, þar sem 40 manns á vegum Saving Iceland stöðvuðu vinnu í morgun, segir að reynt verði að ræða við mótmælendur og fá þá til þess að yfirgefa svæðið með friðsömum hætti.

Takist það ekki þurfi lögreglan að ráða ráðum sínum og ákveða næstu skref.

Talsmaður aðgerðarsinna, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, sagði við Vísi í morgun að mótmælendurnir færu ekki af svæðinu nema með valdi. Ætlunin með aðgerðinni væri að stöðva vinnu í Helguvík eins lengi og mögulegt er.

Verktakar sem komu á svæðið í morgun til þess að vinna eru farnir af svæðinu.








Tengdar fréttir

40 manns stöðva vinnu í Helguvík

Rétt fyrir klukkan 10 í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×