Innlent

Halló mamma, halló pabbi. Viltu veita mér húsaskjól í vetur?

Veggspjaldið
Veggspjaldið

Alþjóðlegu skiptinemasamtökin AFS vöktu athygli á starfsemi sinni með áhugaverðum hætt á Austurvelli í dag.

Félagar í samtökunum leita þessa daganna að fólki til þess að gerast fósturforeldrar skiptinema sem vilja koma hingað til lands. Til þess að vekja athygli á þessu átaki var því útbúið veggspjald með áletruninni "Halló mamma, halló pabbi. Viltu veita mér húsaskjól í vetur?"

Veggspjaldinu var svo komið fyrir á Austurvelli þar sem félagar í AFS ræddu við fólk á förnum vegi um samtökin.

Einn félagi AFS sagði við Vísi í dag að þetta bragð hefði heppnast vel og að fjöldinn allur af fólki hafi skráð sig og óskað eftir því að fá upplýsingar um hvernig sé hægt að gerast fósturforeldri skiptinema.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×