Innlent

Kajakræðari lenti í hrakningum

Skipverjar á ferðamannabátnum Víkingi björguðu kajakræðara sem lenti í hrakningum skammt frá Faxasundi við Heimaey seinni partinn í dag.

Kajakræðarinn réri út frá Eiðinu og ætlaði að róa eitthvað í kring um Heimaey. Hann hvolfdi hins vega kajaknum skömmu eftir að hann lagði af stað.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði maðurinn verið í sjónum í rúmar 40 mínútur þegar ferðamannabáturinn Víkingur sigldi framhjá en þá hafði maðurinn reynt án árangurs að synda í land.

Skipstjórinn á Víkingi varð var við ræðarann og tók hann um borð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×