Innlent

Ölvaður og dópaður ökumaður í vandræðum í Kömbunum

Ölvaður ökumaður, sem er líka grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ók bíl sínum utan í vegrið á öfugum vegarhelmingi, þegar hann var á leið niður Kamba á Suðurlandsvegi á níunda tímanum í gærkvöldi.

Svo vel vildi til þrátt fyrir mikla umferð, að engin bíll kom á móti þegar þetta gerðist. Lögregla stöðvaði manninn svo undir Ingólfsfjalli og er bíllinn mikið skemmdur.

Annar ölvaður ökumaður ók í veg fyrir lítinn hópferðabíl á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Úthlíðarvegar laust fyrir hádegi í gær. Fyrir árvekni rútubílstjórans, sem sá hvað verða vildi, hlaust ekki slys af. Sá ölvaði forðaði sér fótgangandi en náðist skömmu síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×