Fleiri fréttir Maðurinn og ímyndin í Listasafninu Veruleikinn um manninn og ímyndina verður til sýnis í Listasafni Íslands frá og með morgundeginum. Þar sést sú nýsköpun sem átt hefur sér stað í íslenskri myndlist undanfarinn áratug. Höfundur hvers verks leiðir hvern gest í allan sannleika um verk sitt í gegnum gsm-síma. 13.11.2004 00:01 Friður og framfarir í Eyjum Sjálfstæðisflokkur og Vestmannaeyjalisti skrifuðu aðfaranótt laugardags undir yfirlýsingu um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Vestmannaeyja undir slagorðinu "friður og framfarir." Samstarfi V-lista og Framsóknarflokks var slitið á fundi bæjarráðs á föstudagskvöld. 13.11.2004 00:01 22 milljónir á áratug Framlög Olíufélagsins ehf. og forvera þess, Olíufélagsins hf., til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. 13.11.2004 00:01 Ólafur Örn ráðinn án auglýsingar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gekk frá ráðningu Ólafs Arnar Haraldssonar, fyrrverandi þingmanns, í starf forstjóra Ratsjárstofnunar, meðan hann var enn utanríkisráðherra án þess að staðan væri nokkru sinni auglýst. </font /></b /> 12.11.2004 00:01 Greiddu fyrir vegtyllurnar Framsóknarmenn sem fengu störf í gegnum flokkinn létu hluta launa sinna renna til flokksins til að greiða skuldir í fjögur ár á tímabilinu 1992 til 2000. Engu máli skipti hvers konar störf það voru. </font /></b /> 12.11.2004 00:01 Framlög halda uppi flokksstarfinu Allir sem eru í bæjarráði, bæjarstjórn eða nefndastörfum á vegum Framsóknarflokksins í Garðabæ og Mosfellsbæ láta hluta af launum sínum renna til flokksfélagsins í bænum og svo hefur verið lengi. 12.11.2004 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn fræðir ekki um styrki Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gefa upplýsingar um styrktaraðila sína eða einstaka styrki til flokksins. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um styrki olíufélaganna til Sjálfstæðisflokksins í tölvupósti nýlega og barst þá þetta svar. Í svarinu kom einnig fram að flokkurinn hefði um langt skeið fylgt sömu reglu og aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi í þessum efnum. 12.11.2004 00:01 Trúnaðurinn er aðalmálið Af hverju hvílir öll þessi leynd yfir styrkjum til flokkanna? Umræðan um styrki til flokkanna er ekki ný af nálinni. Hún hefur viðgengist áratugum saman og komið reglulega upp í fjölmiðlum síðustu áratugi. Þessi umræða hefur orðið sterkari eftir því sem sjálfstæði fjölmiðlanna hefur vaxið og þeim tekist að slíta sig frá stjórnmálaflokkunum. 12.11.2004 00:01 Gerðardómur skipaður Í stjórnarfrumvarpi, sem rætt verður á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi, er gert ráð fyrir að gerðardómur verði skipaður til að leysa launadeilu kennara og sveitarfélaga, og að verkfalli verði aflýst þegar í stað. Gerðardómur leggi til grundvallar kjör þeirra, sem hafa sambærilega menntun og kennarar og starfa hjá hinu opinbera. 12.11.2004 00:01 Bensínið lækkað víða Stóru olíufélögin fylgdu fordæmi Atlantsolíu, sem lækkaði bensínverð um eina krónu á miðnætti í fyrrinótt, og lækkuðu öll lítrann um um það bil krónu í gær. Bensínlítrinn kostar nú víða um hundrað og þrjár krónur á sjálfsafgreiðslustöðvum. 12.11.2004 00:01 Tekinn með 120 grömm Lögreglan á Selfossi gerði í gær 120 grömm af Marijuana upptæk hjá manni, sem búsettur er utan þéttbýlils í Árnessýslu. Maðurinn bar við yfirheyrslur að efnið væri ætlað til eigin nota og var honum sleppt að yfirehyrslu lokinni, en hans bíður sekt fyrir að hafa haft fíkniefni í fórum sínum. 12.11.2004 00:01 Dæmdir til bóta vegna nauðgunar Þrír menn voru dæmdir til að greiða konu skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan höfðaði skaðabótamál á hendur mönnunum, og íslenska ríkinu vegna hópnauðgunar. Ríkissaksóknari hafði tvívegis neitað að taka málið upp þar sem framburður mannanna þriggja þótti vega þyngra en frásögn konunnar og framkomin gögn dygðu ekki til sakfellingar. 12.11.2004 00:01 Krefst grundvallarbreytinga Oddviti Bláskógabyggðar segir að gera verði grundvallarbreytingu á uppbyggingu og starfsemi margra sveitarfélaga, verði fólki heimilað að eiga lögheimili í sumarbústöðum, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að niðurstöðu um, í gær. 12.11.2004 00:01 Lög á kennaraverkfallið Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja lög á kennaraverkfallið. Alþingi var kvatt saman í morgun og samþykkt var að taka frumvarpið á dagskrá með afbrigðum. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur fyrir kennara. 12.11.2004 00:01 Frumvarp verði afgreitt í dag Umræða um lög á kennaraverkfallið stendur enn yfir á Alþingi. Vonast er til að hægt verði að afgreiða frumvarpið til allsherjarnefndar í dag og afgreiða það síðan sem lög frá Alþingi. Skólahald gæti því orðið með eðlilegum hætti á mánudag. 12.11.2004 00:01 Fordómar aukast Fordómar gegn útlendingum hafa aukist mikið á Íslandi á síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Þeim sem eru jákvæðir gagnvart því að leyfa fleiri útlendingum að vinna hérlendis hefur fækkað um fjórtán prósent frá síðustu könnun árið 1999. Þá voru þeir 42% en eru 28% nú. Reykvíkingar eru jákvæðari en aðrir landsmenn og jákvæðnin eykst eftir því sem menntun er meiri. 12.11.2004 00:01 Ríkið græddi 600 milljónir Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður telur að tekjur ríkisins af virðisaukaskatti á eldsneyti hafi aukist um 600 milljónir vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Nauðsynlegt sé að aðili eins og Ríkisendurskoðun geri á því úttekt hvað mikið af ránsfeng olíufélaganna fór í ríkissjóð. 12.11.2004 00:01 Flugherinn ekki að taka við Robert McCormick nýr yfirmaður varnarliðsins er ofursti í flugher Bandaríkjanna. Hann segir í samtali við Víkurfréttir í dag að breytingin þýði ekki að flugherinn sé að taka við rekstri varnarstöðvarinnar af flughernum. 12.11.2004 00:01 Allir á vetrardekk Fyrsti snjór vetrarins sem heitið getur í Reykjavík varð til þess að örtröð hefur verið hjólbarðaverkstæðum í dag. Þegar Reykvíkingar vöknuðu í morgun voru götur borgarinnar snævi þaktar. Snjórinn var reyndar ekki mikill en þó nægilegur til að ökumenn þyrftu að aka með gát vegna hálku. 12.11.2004 00:01 Fundað meðal leikskólakennara Samninganefnd leikskólakennara hefur verið boðuð til fundar á mánudag vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er kominn upp í kjaradeilu grunnskólakennara. Á fundinum á að taka ákvörðun um hvort vísa skuli kjaradeilu félagsins og launanefndarinnar strax til sáttasemjara og boða til atkvæðagreiðslu um verkfall leikskólakennara frá og með þriðja janúar. 12.11.2004 00:01 Byggingarleyfi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála hefur fellt byggingarleyfi vegna framkvæmda við nýtt hótel í Eimskipafélagshúsinu úr gildi. Framkvæmdir hafa því verið stöðvaðar. Nágrannar kærðu ákvörðun byggingafulltrúa um að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni 12.11.2004 00:01 Allsherjarnefnd fundar um verkfall Fundur allsherjarnefndar vegna lagafrumvarps um kennaraverkfallið hófst klukkan fjögur. Deilendur hafa verið kallaðir til fundar við nefndina. Umræða um lög á kennaraverkfallið stóðu sleitulaust yfir á alþingi frá þvi klukkan hálf ellefu í morgun til hálf fjögur. 12.11.2004 00:01 ÓB með lægsta verðið Orkan bauð í gær lægsta verðið á 95 oktana bensíni. Lítrinn kostaði 102,6 krónur við Eiðistorg en athygli vekur að stöðin býður sama verð í Njarðvík og á Súðavík en þar opnaði Orkan nýja stöð fyrir skömmu. 12.11.2004 00:01 492 spilakassar í Reykjavík Alls eru 492 spilakassar í Reykjavík að því er fram kemur í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist telja að þúsundir spilafíkla séu í borginni og ástandið sé mjög alvarlegt. 12.11.2004 00:01 Vilja fá dómi hnekkt Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hyggst freista þess að fá hnekkt fyrir Hæstarétti þeim dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem heimilar fimm manna fjölskyldu að eiga lögheimili í sumarbústað. Oddvitinn segir slíkt ekki ganga upp við núverandi aðstæður. 12.11.2004 00:01 Garðabær braut stjórnsýslulög Garðabær braut stjórnsýslulög með því að ganga ekki frá fráveitukerfinu við iðnaðahverfið í Molduhrauni á viðunandi hátt. 12.11.2004 00:01 Tæknimál yfir kjúklingum Félagar í Skýrslutæknifélaginu koma saman til hádegisverðarfundar á Grand hóteli í dag og spjalla um tungutak í tæknigeiranum. Er það í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á morgun. Erindi verða flutt og meðal annars kynntur staðallinn ÍST 130:2004 Upplýsingatækni - Íslenskar kröfur. 12.11.2004 00:01 Verkfall kennara bannað með lögum Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Alþingi lögfestir frumvarpið væntanlega í dag. 12.11.2004 00:01 Láta eigið fé duga til framfærslu Fimmtán hundruð manns sem náð hafa 67 ára aldri hafa aldrei sótt um ellilífeyri til Tryggingastofnunar ríkisins. Í þeim hópi eru tveir sem verða aldargamlir á árinu. Ástæður þessa eru helst þær að viðkomandi eigi nóg til hnífs og skeiðar en ellilífeyrir er tekjutengdur og skerðist þegar fólk hefur 143 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði og/eða fjármagnstekjur upp á 286 þúsund. 12.11.2004 00:01 Kólnar á Kárahnjúkum 12.11.2004 00:01 213 bílar keyptir 12.11.2004 00:01 Dagsyfja algeng 12.11.2004 00:01 Gullnáma fyrir grúskara 12.11.2004 00:01 Katri hin finnska slær í gegn Katri Raakel Tauriainen hefur breytt mörgum heimilum í Innlit/Útlit á Skjá einum. Hún er sögð fyrsti útlendingurinn sem slær í gegn í íslenskum sjónvarpsþætti. </font /></b /> 12.11.2004 00:01 Krefst um eins árs fangelsis Saksóknari krafðist þess að tuttugu og eins árs maður, sem framdi vopnað bankarán í útibúi Búnaðarbanka Íslands á Vesturgötu í Reykjavík 17. nóvember fyrir ári síðan, fengi í kringum tólf mánaða fangelsisdóm. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 12.11.2004 00:01 Krefst refsingar Aðalmeðferð var í máli gegn Jóni Ragnarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Lykilhótela, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón var ákærður af ríkislögreglustjóra fyrir umboðssvik um 37 milljón króna lán í nafni Lykilhótela. 12.11.2004 00:01 Áfram í varðhaldi Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um tvær vikur yfir manni sem handtekinn var í lok október vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára. Maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok október. 12.11.2004 00:01 Málið sent saksóknara Lögreglurannsókn á líkamsárás í Öxnadal aðfaranótt fimmta ágúst er lokið og verður málið sent ríkissaksóknara eftir helgi. Sá grunaði er talinn hafa barið annan mann með hafnaboltakylfu í höfuðið þannig að hann slasaðist alvarlega. 12.11.2004 00:01 Ekki ráðskast með Olíudreifingu Forsvarsmenn Olíufélagsins settu það skilyrði fyrir samvinnu við Samkeppnisstofnun, að ekkert yrði ráðskast með Olíudreifingu. Þetta kom fram við yfirheyrslur Ríkislögreglustjórans yfir stjórnarformanni Olíufélagsins. 12.11.2004 00:01 Fordómar aukast hér á landi Fordómar í garð útlendinga fara vaxandi hér á landi samkvæmt nýrri könnun. Svo virðist sem fordómarnir aukist eftir því sem útlendingum fjölgar. Alþjóðahús kynnti nýja könnun sem Gallup gerði um afstöðu Íslendinga til útlendinga. Um póstkönnun nvar að ræða, endanlegt úrtak var tæplega 2600 manns og fjöldi svarenda tæplega 1100 eða 66%. 12.11.2004 00:01 Mikil óánægja með frumvarpið Talsmenn kennara og sveitarfélaga virðast jafnóánægðir með frumvarp ríkisstjórnarinnar. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, telur frumvarpið hins vegar auka líkur á að samningar takist á næstu vikum. Hann segir ljóst að sveitarfélögin vildu ekki afskipti ríkisins af deilunni og heldur ekki að henni yrði vísað í gerðardóm. 12.11.2004 00:01 Enn umfangsmeira en ráðgert var Orkuveita Reykjavíkur, en ekki Landsvirkjun, fær raforkussamning vegna enn frekari stækkunar Norðuráls, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð verður í næstu viku. Stóriðjuframkvæmdir á Suðvesturhorni landsins verða umfangsmeiri en áður var ráðgert, samkvæmt henni. 12.11.2004 00:01 Fullt samráð verður haft Nýr yfirmaður Varnarliðsins segir að allar breytingar á starfseminni á Keflavíkurflugvelli verði gerðar í samráði við íslensk yfirvöld. Samdráttur í starfsemi varnarliðsins hér á landi tengist breytingum á skipan Bandaríkjaflota í Evrópu og er einnig í takti við minnkandi umsvif á Keflavíkurflugvelli. 12.11.2004 00:01 Gríðarlegar loftslagsbreytingar Norðurheimsskautsísinn bráðnar hratt með ógnvænlegum afleiðingum fyrir íbúa norðurhvels jarðar. Hitastig á þessum slóðum hefur hækkað tvisvar sinnum meira en annars staðar og er meginástæðan mengun af mannavöldum. Grípa verður til aðgerða þegar í stað, eigi það ekki að verða um seinan. 12.11.2004 00:01 Kennarar æfir Megn óánægja er í röðum grunnskólakennara með frumvarp ríkisstjórnarinnar um að binda enda á verkfallið. Samninganefndir hafa mánuð til að semja, ella verður gerðardómi falið að ákveða launin. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur og að menntamálaráðherra sé rúinn öllu trausti. 12.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Maðurinn og ímyndin í Listasafninu Veruleikinn um manninn og ímyndina verður til sýnis í Listasafni Íslands frá og með morgundeginum. Þar sést sú nýsköpun sem átt hefur sér stað í íslenskri myndlist undanfarinn áratug. Höfundur hvers verks leiðir hvern gest í allan sannleika um verk sitt í gegnum gsm-síma. 13.11.2004 00:01
Friður og framfarir í Eyjum Sjálfstæðisflokkur og Vestmannaeyjalisti skrifuðu aðfaranótt laugardags undir yfirlýsingu um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Vestmannaeyja undir slagorðinu "friður og framfarir." Samstarfi V-lista og Framsóknarflokks var slitið á fundi bæjarráðs á föstudagskvöld. 13.11.2004 00:01
22 milljónir á áratug Framlög Olíufélagsins ehf. og forvera þess, Olíufélagsins hf., til stjórnmálaflokka og ýmissa stjórnmálaframboða á árunum 1994 til 2004 voru samtals 21,6 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. 13.11.2004 00:01
Ólafur Örn ráðinn án auglýsingar Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gekk frá ráðningu Ólafs Arnar Haraldssonar, fyrrverandi þingmanns, í starf forstjóra Ratsjárstofnunar, meðan hann var enn utanríkisráðherra án þess að staðan væri nokkru sinni auglýst. </font /></b /> 12.11.2004 00:01
Greiddu fyrir vegtyllurnar Framsóknarmenn sem fengu störf í gegnum flokkinn létu hluta launa sinna renna til flokksins til að greiða skuldir í fjögur ár á tímabilinu 1992 til 2000. Engu máli skipti hvers konar störf það voru. </font /></b /> 12.11.2004 00:01
Framlög halda uppi flokksstarfinu Allir sem eru í bæjarráði, bæjarstjórn eða nefndastörfum á vegum Framsóknarflokksins í Garðabæ og Mosfellsbæ láta hluta af launum sínum renna til flokksfélagsins í bænum og svo hefur verið lengi. 12.11.2004 00:01
Sjálfstæðisflokkurinn fræðir ekki um styrki Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gefa upplýsingar um styrktaraðila sína eða einstaka styrki til flokksins. Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um styrki olíufélaganna til Sjálfstæðisflokksins í tölvupósti nýlega og barst þá þetta svar. Í svarinu kom einnig fram að flokkurinn hefði um langt skeið fylgt sömu reglu og aðrir stjórnmálaflokkar á Íslandi í þessum efnum. 12.11.2004 00:01
Trúnaðurinn er aðalmálið Af hverju hvílir öll þessi leynd yfir styrkjum til flokkanna? Umræðan um styrki til flokkanna er ekki ný af nálinni. Hún hefur viðgengist áratugum saman og komið reglulega upp í fjölmiðlum síðustu áratugi. Þessi umræða hefur orðið sterkari eftir því sem sjálfstæði fjölmiðlanna hefur vaxið og þeim tekist að slíta sig frá stjórnmálaflokkunum. 12.11.2004 00:01
Gerðardómur skipaður Í stjórnarfrumvarpi, sem rætt verður á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi, er gert ráð fyrir að gerðardómur verði skipaður til að leysa launadeilu kennara og sveitarfélaga, og að verkfalli verði aflýst þegar í stað. Gerðardómur leggi til grundvallar kjör þeirra, sem hafa sambærilega menntun og kennarar og starfa hjá hinu opinbera. 12.11.2004 00:01
Bensínið lækkað víða Stóru olíufélögin fylgdu fordæmi Atlantsolíu, sem lækkaði bensínverð um eina krónu á miðnætti í fyrrinótt, og lækkuðu öll lítrann um um það bil krónu í gær. Bensínlítrinn kostar nú víða um hundrað og þrjár krónur á sjálfsafgreiðslustöðvum. 12.11.2004 00:01
Tekinn með 120 grömm Lögreglan á Selfossi gerði í gær 120 grömm af Marijuana upptæk hjá manni, sem búsettur er utan þéttbýlils í Árnessýslu. Maðurinn bar við yfirheyrslur að efnið væri ætlað til eigin nota og var honum sleppt að yfirehyrslu lokinni, en hans bíður sekt fyrir að hafa haft fíkniefni í fórum sínum. 12.11.2004 00:01
Dæmdir til bóta vegna nauðgunar Þrír menn voru dæmdir til að greiða konu skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan höfðaði skaðabótamál á hendur mönnunum, og íslenska ríkinu vegna hópnauðgunar. Ríkissaksóknari hafði tvívegis neitað að taka málið upp þar sem framburður mannanna þriggja þótti vega þyngra en frásögn konunnar og framkomin gögn dygðu ekki til sakfellingar. 12.11.2004 00:01
Krefst grundvallarbreytinga Oddviti Bláskógabyggðar segir að gera verði grundvallarbreytingu á uppbyggingu og starfsemi margra sveitarfélaga, verði fólki heimilað að eiga lögheimili í sumarbústöðum, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að niðurstöðu um, í gær. 12.11.2004 00:01
Lög á kennaraverkfallið Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja lög á kennaraverkfallið. Alþingi var kvatt saman í morgun og samþykkt var að taka frumvarpið á dagskrá með afbrigðum. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur fyrir kennara. 12.11.2004 00:01
Frumvarp verði afgreitt í dag Umræða um lög á kennaraverkfallið stendur enn yfir á Alþingi. Vonast er til að hægt verði að afgreiða frumvarpið til allsherjarnefndar í dag og afgreiða það síðan sem lög frá Alþingi. Skólahald gæti því orðið með eðlilegum hætti á mánudag. 12.11.2004 00:01
Fordómar aukast Fordómar gegn útlendingum hafa aukist mikið á Íslandi á síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Þeim sem eru jákvæðir gagnvart því að leyfa fleiri útlendingum að vinna hérlendis hefur fækkað um fjórtán prósent frá síðustu könnun árið 1999. Þá voru þeir 42% en eru 28% nú. Reykvíkingar eru jákvæðari en aðrir landsmenn og jákvæðnin eykst eftir því sem menntun er meiri. 12.11.2004 00:01
Ríkið græddi 600 milljónir Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður telur að tekjur ríkisins af virðisaukaskatti á eldsneyti hafi aukist um 600 milljónir vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Nauðsynlegt sé að aðili eins og Ríkisendurskoðun geri á því úttekt hvað mikið af ránsfeng olíufélaganna fór í ríkissjóð. 12.11.2004 00:01
Flugherinn ekki að taka við Robert McCormick nýr yfirmaður varnarliðsins er ofursti í flugher Bandaríkjanna. Hann segir í samtali við Víkurfréttir í dag að breytingin þýði ekki að flugherinn sé að taka við rekstri varnarstöðvarinnar af flughernum. 12.11.2004 00:01
Allir á vetrardekk Fyrsti snjór vetrarins sem heitið getur í Reykjavík varð til þess að örtröð hefur verið hjólbarðaverkstæðum í dag. Þegar Reykvíkingar vöknuðu í morgun voru götur borgarinnar snævi þaktar. Snjórinn var reyndar ekki mikill en þó nægilegur til að ökumenn þyrftu að aka með gát vegna hálku. 12.11.2004 00:01
Fundað meðal leikskólakennara Samninganefnd leikskólakennara hefur verið boðuð til fundar á mánudag vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem er kominn upp í kjaradeilu grunnskólakennara. Á fundinum á að taka ákvörðun um hvort vísa skuli kjaradeilu félagsins og launanefndarinnar strax til sáttasemjara og boða til atkvæðagreiðslu um verkfall leikskólakennara frá og með þriðja janúar. 12.11.2004 00:01
Byggingarleyfi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd skipulags og byggingarmála hefur fellt byggingarleyfi vegna framkvæmda við nýtt hótel í Eimskipafélagshúsinu úr gildi. Framkvæmdir hafa því verið stöðvaðar. Nágrannar kærðu ákvörðun byggingafulltrúa um að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni 12.11.2004 00:01
Allsherjarnefnd fundar um verkfall Fundur allsherjarnefndar vegna lagafrumvarps um kennaraverkfallið hófst klukkan fjögur. Deilendur hafa verið kallaðir til fundar við nefndina. Umræða um lög á kennaraverkfallið stóðu sleitulaust yfir á alþingi frá þvi klukkan hálf ellefu í morgun til hálf fjögur. 12.11.2004 00:01
ÓB með lægsta verðið Orkan bauð í gær lægsta verðið á 95 oktana bensíni. Lítrinn kostaði 102,6 krónur við Eiðistorg en athygli vekur að stöðin býður sama verð í Njarðvík og á Súðavík en þar opnaði Orkan nýja stöð fyrir skömmu. 12.11.2004 00:01
492 spilakassar í Reykjavík Alls eru 492 spilakassar í Reykjavík að því er fram kemur í svari borgaryfirvalda við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist telja að þúsundir spilafíkla séu í borginni og ástandið sé mjög alvarlegt. 12.11.2004 00:01
Vilja fá dómi hnekkt Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hyggst freista þess að fá hnekkt fyrir Hæstarétti þeim dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem heimilar fimm manna fjölskyldu að eiga lögheimili í sumarbústað. Oddvitinn segir slíkt ekki ganga upp við núverandi aðstæður. 12.11.2004 00:01
Garðabær braut stjórnsýslulög Garðabær braut stjórnsýslulög með því að ganga ekki frá fráveitukerfinu við iðnaðahverfið í Molduhrauni á viðunandi hátt. 12.11.2004 00:01
Tæknimál yfir kjúklingum Félagar í Skýrslutæknifélaginu koma saman til hádegisverðarfundar á Grand hóteli í dag og spjalla um tungutak í tæknigeiranum. Er það í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á morgun. Erindi verða flutt og meðal annars kynntur staðallinn ÍST 130:2004 Upplýsingatækni - Íslenskar kröfur. 12.11.2004 00:01
Verkfall kennara bannað með lögum Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að nærri 7 vikna löngu verkfalli kennara verði bannað þannig að kennsla í grunnskólum geti hafist á mánudag. Alþingi lögfestir frumvarpið væntanlega í dag. 12.11.2004 00:01
Láta eigið fé duga til framfærslu Fimmtán hundruð manns sem náð hafa 67 ára aldri hafa aldrei sótt um ellilífeyri til Tryggingastofnunar ríkisins. Í þeim hópi eru tveir sem verða aldargamlir á árinu. Ástæður þessa eru helst þær að viðkomandi eigi nóg til hnífs og skeiðar en ellilífeyrir er tekjutengdur og skerðist þegar fólk hefur 143 þúsund krónur í atvinnutekjur á mánuði og/eða fjármagnstekjur upp á 286 þúsund. 12.11.2004 00:01
Katri hin finnska slær í gegn Katri Raakel Tauriainen hefur breytt mörgum heimilum í Innlit/Útlit á Skjá einum. Hún er sögð fyrsti útlendingurinn sem slær í gegn í íslenskum sjónvarpsþætti. </font /></b /> 12.11.2004 00:01
Krefst um eins árs fangelsis Saksóknari krafðist þess að tuttugu og eins árs maður, sem framdi vopnað bankarán í útibúi Búnaðarbanka Íslands á Vesturgötu í Reykjavík 17. nóvember fyrir ári síðan, fengi í kringum tólf mánaða fangelsisdóm. Aðalmeðferð málsins lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 12.11.2004 00:01
Krefst refsingar Aðalmeðferð var í máli gegn Jóni Ragnarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarformanni Lykilhótela, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Jón var ákærður af ríkislögreglustjóra fyrir umboðssvik um 37 milljón króna lán í nafni Lykilhótela. 12.11.2004 00:01
Áfram í varðhaldi Gæsluvarðhald hefur verið framlengt um tvær vikur yfir manni sem handtekinn var í lok október vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára. Maðurinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í lok október. 12.11.2004 00:01
Málið sent saksóknara Lögreglurannsókn á líkamsárás í Öxnadal aðfaranótt fimmta ágúst er lokið og verður málið sent ríkissaksóknara eftir helgi. Sá grunaði er talinn hafa barið annan mann með hafnaboltakylfu í höfuðið þannig að hann slasaðist alvarlega. 12.11.2004 00:01
Ekki ráðskast með Olíudreifingu Forsvarsmenn Olíufélagsins settu það skilyrði fyrir samvinnu við Samkeppnisstofnun, að ekkert yrði ráðskast með Olíudreifingu. Þetta kom fram við yfirheyrslur Ríkislögreglustjórans yfir stjórnarformanni Olíufélagsins. 12.11.2004 00:01
Fordómar aukast hér á landi Fordómar í garð útlendinga fara vaxandi hér á landi samkvæmt nýrri könnun. Svo virðist sem fordómarnir aukist eftir því sem útlendingum fjölgar. Alþjóðahús kynnti nýja könnun sem Gallup gerði um afstöðu Íslendinga til útlendinga. Um póstkönnun nvar að ræða, endanlegt úrtak var tæplega 2600 manns og fjöldi svarenda tæplega 1100 eða 66%. 12.11.2004 00:01
Mikil óánægja með frumvarpið Talsmenn kennara og sveitarfélaga virðast jafnóánægðir með frumvarp ríkisstjórnarinnar. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, telur frumvarpið hins vegar auka líkur á að samningar takist á næstu vikum. Hann segir ljóst að sveitarfélögin vildu ekki afskipti ríkisins af deilunni og heldur ekki að henni yrði vísað í gerðardóm. 12.11.2004 00:01
Enn umfangsmeira en ráðgert var Orkuveita Reykjavíkur, en ekki Landsvirkjun, fær raforkussamning vegna enn frekari stækkunar Norðuráls, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð verður í næstu viku. Stóriðjuframkvæmdir á Suðvesturhorni landsins verða umfangsmeiri en áður var ráðgert, samkvæmt henni. 12.11.2004 00:01
Fullt samráð verður haft Nýr yfirmaður Varnarliðsins segir að allar breytingar á starfseminni á Keflavíkurflugvelli verði gerðar í samráði við íslensk yfirvöld. Samdráttur í starfsemi varnarliðsins hér á landi tengist breytingum á skipan Bandaríkjaflota í Evrópu og er einnig í takti við minnkandi umsvif á Keflavíkurflugvelli. 12.11.2004 00:01
Gríðarlegar loftslagsbreytingar Norðurheimsskautsísinn bráðnar hratt með ógnvænlegum afleiðingum fyrir íbúa norðurhvels jarðar. Hitastig á þessum slóðum hefur hækkað tvisvar sinnum meira en annars staðar og er meginástæðan mengun af mannavöldum. Grípa verður til aðgerða þegar í stað, eigi það ekki að verða um seinan. 12.11.2004 00:01
Kennarar æfir Megn óánægja er í röðum grunnskólakennara með frumvarp ríkisstjórnarinnar um að binda enda á verkfallið. Samninganefndir hafa mánuð til að semja, ella verður gerðardómi falið að ákveða launin. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur og að menntamálaráðherra sé rúinn öllu trausti. 12.11.2004 00:01