Innlent

Tæknimál yfir kjúklingum

Félagar í Skýrslutæknifélaginu koma saman til hádegisverðarfundar á Grand hóteli í dag og spjalla um tungutak í tæknigeiranum. Er það í tilefni af degi íslenskrar tungu sem er á morgun. Erindi verða flutt og meðal annars kynntur staðallinn ÍST 130:2004 Upplýsingatækni - Íslenskar kröfur. Félagsmenn greiða 4.600 krónur fyrir þátttöku en aðrir 1.300 krónum meira. Snæddar verða gljáðar kjúklingabringur með sítrus og engifersósu og súkkulaðikaka með kókoshnetukremi verður í eftirrétt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×