Innlent

213 bílar keyptir

Bílaumboðin seldu 213 nýja bíla í síðustu viku, dagana 1.-5. nóvember. Flestir voru bílarnir af Toyota-gerð, 39 talsins, en Volkswagen kemur þar á eftir, 36 slíkir voru keyptir í síðustu viku. Vekur þetta nokkra athygli þar sem Toyota ber vanalega höfuð og herðar yfir aðrar tegundir. Ford var þriðja vinsælasta bílategundin í síðustu viku, 21 slíkur var afhentur nýjum eigendum. Engin Lada var keypt í vikunni og sama máli gegnir um níu aðrar tegundir sem telja má góðkunningja á götum landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×