Innlent

Ríkið græddi 600 milljónir

Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður telur að tekjur ríkisins af virðisaukaskatti á eldsneyti hafi aukist um 600 milljónir vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Nauðsynlegt sé að aðili eins og Ríkisendurskoðun geri á því úttekt hvað mikið af ránsfeng olíufélaganna fór í ríkissjóð. Í þjóðfélaginu sé kallað eftir því að olíufélögin skili ránsfengnum til baka og að komið verði í veg fyrir að olíufélögin láti almenning standa straum af sektargreiðslum sínum í hærra verði á vöru og þjónustu olíufélaganna. Sömu kröfu verði að gera til ríkisvaldsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×