Kennarar æfir 12. nóvember 2004 00:01 Megn óánægja er í röðum grunnskólakennara með frumvarp ríkisstjórnarinnar um að binda enda á verkfallið. Samninganefndir hafa mánuð til að semja, ella verður gerðardómi falið að ákveða launin. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur og að menntamálaráðherra sé rúinn öllu trausti. Að afloknum ríkisstjórnarfundi og þingflokksfundum var þingfundur settur klukkan hálfellefu. Þar kynnti forsætisráðherra efni frumvarpsins sem ætlað er að höggva á hnút kennaraverkfallsins. Samkvæmt því verður verkfall kennara bannað og aðrar aðgerðir þeirra. Takist samninganefndum ekki að semja fyrir 15. desember verður skipaður þriggja manna gerðardómur sem komast skuli að niðurstöðu fyrir 31. mars 2005. Gerðardómur skal hafa hliðjsjón af almennri launaþróun, og skulu ákvarðanir hans vera afturvirkar til 15. desember. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að málinu væri iðulega stillt upp sem deilu á milli sveitarfélaga og kennara um kaup og kjör, en að það vildi gleymast hverjir sköðuðust mest. Auðvitað væru það börnin 45 þúsund, sem ekki fengju þá lögmætu kennslu sem þeim bæri samkvæmt lögum. Á sama tíma og Halldór kynnti efni frumvarpsins í ræðustól Alþingis ávarpaði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, grunnskólakennara í verkfallsmiðstöðinni á Engjateig. Hann sagði daginn svartan og aðgerðir Alþingismanna væru verri en nokkurn hefði órað fyrir. Eiríkur rakti síðan frumvarpið fyrir fundargestum, og það fór ítrekað óánægjukliður um salinn á meðan á þeim lestri stóð. Eiríkur sagði síðan að frumvarpið útskýrði af hverju launanefndin hefði ekki viljað semja við kennara. Löngu væri búið að ákveða það sem verið væri að gera nú. Eiríkur sagði að fulltrúar kennara hefðu varað ríkisstjórnina við því að veita þennan langa frest til samninga. Það væri í raun fullreynt. Hann sagði þann langa frest sem gerðardómurinn fengi hafa það í för með sér að fjölmargir kennarar myndu segja upp. Vel hefði verið hægt að ljúka starfi gerðardóms fyrir jól ef vilji væri fyrir hendi. Eiríkur vandaði menntamálaráðherra ekki kveðjurnar og sagðist efast um að nokkur menntamálaráðherra hefði rúið sig trausti kennara jafnfljótt. Steininn hafi þó tekið úr þegar ráðherra hafi svívirt kennara og skólastarf í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. Á annað hundrað kennarar fylgdust með umræðum frá þingpöllum og stóðu mótmælastöðu á Austurvelli til rúmlega eitt. Grunnskólakennarar fyrir utan Alþingi sögðu alla mjög reiða og ekki væri ólíklegt að fjöldauppsagnir yrðu á næstunni. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Megn óánægja er í röðum grunnskólakennara með frumvarp ríkisstjórnarinnar um að binda enda á verkfallið. Samninganefndir hafa mánuð til að semja, ella verður gerðardómi falið að ákveða launin. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur og að menntamálaráðherra sé rúinn öllu trausti. Að afloknum ríkisstjórnarfundi og þingflokksfundum var þingfundur settur klukkan hálfellefu. Þar kynnti forsætisráðherra efni frumvarpsins sem ætlað er að höggva á hnút kennaraverkfallsins. Samkvæmt því verður verkfall kennara bannað og aðrar aðgerðir þeirra. Takist samninganefndum ekki að semja fyrir 15. desember verður skipaður þriggja manna gerðardómur sem komast skuli að niðurstöðu fyrir 31. mars 2005. Gerðardómur skal hafa hliðjsjón af almennri launaþróun, og skulu ákvarðanir hans vera afturvirkar til 15. desember. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að málinu væri iðulega stillt upp sem deilu á milli sveitarfélaga og kennara um kaup og kjör, en að það vildi gleymast hverjir sköðuðust mest. Auðvitað væru það börnin 45 þúsund, sem ekki fengju þá lögmætu kennslu sem þeim bæri samkvæmt lögum. Á sama tíma og Halldór kynnti efni frumvarpsins í ræðustól Alþingis ávarpaði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, grunnskólakennara í verkfallsmiðstöðinni á Engjateig. Hann sagði daginn svartan og aðgerðir Alþingismanna væru verri en nokkurn hefði órað fyrir. Eiríkur rakti síðan frumvarpið fyrir fundargestum, og það fór ítrekað óánægjukliður um salinn á meðan á þeim lestri stóð. Eiríkur sagði síðan að frumvarpið útskýrði af hverju launanefndin hefði ekki viljað semja við kennara. Löngu væri búið að ákveða það sem verið væri að gera nú. Eiríkur sagði að fulltrúar kennara hefðu varað ríkisstjórnina við því að veita þennan langa frest til samninga. Það væri í raun fullreynt. Hann sagði þann langa frest sem gerðardómurinn fengi hafa það í för með sér að fjölmargir kennarar myndu segja upp. Vel hefði verið hægt að ljúka starfi gerðardóms fyrir jól ef vilji væri fyrir hendi. Eiríkur vandaði menntamálaráðherra ekki kveðjurnar og sagðist efast um að nokkur menntamálaráðherra hefði rúið sig trausti kennara jafnfljótt. Steininn hafi þó tekið úr þegar ráðherra hafi svívirt kennara og skólastarf í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. Á annað hundrað kennarar fylgdust með umræðum frá þingpöllum og stóðu mótmælastöðu á Austurvelli til rúmlega eitt. Grunnskólakennarar fyrir utan Alþingi sögðu alla mjög reiða og ekki væri ólíklegt að fjöldauppsagnir yrðu á næstunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira