Kennarar æfir 12. nóvember 2004 00:01 Megn óánægja er í röðum grunnskólakennara með frumvarp ríkisstjórnarinnar um að binda enda á verkfallið. Samninganefndir hafa mánuð til að semja, ella verður gerðardómi falið að ákveða launin. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur og að menntamálaráðherra sé rúinn öllu trausti. Að afloknum ríkisstjórnarfundi og þingflokksfundum var þingfundur settur klukkan hálfellefu. Þar kynnti forsætisráðherra efni frumvarpsins sem ætlað er að höggva á hnút kennaraverkfallsins. Samkvæmt því verður verkfall kennara bannað og aðrar aðgerðir þeirra. Takist samninganefndum ekki að semja fyrir 15. desember verður skipaður þriggja manna gerðardómur sem komast skuli að niðurstöðu fyrir 31. mars 2005. Gerðardómur skal hafa hliðjsjón af almennri launaþróun, og skulu ákvarðanir hans vera afturvirkar til 15. desember. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að málinu væri iðulega stillt upp sem deilu á milli sveitarfélaga og kennara um kaup og kjör, en að það vildi gleymast hverjir sköðuðust mest. Auðvitað væru það börnin 45 þúsund, sem ekki fengju þá lögmætu kennslu sem þeim bæri samkvæmt lögum. Á sama tíma og Halldór kynnti efni frumvarpsins í ræðustól Alþingis ávarpaði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, grunnskólakennara í verkfallsmiðstöðinni á Engjateig. Hann sagði daginn svartan og aðgerðir Alþingismanna væru verri en nokkurn hefði órað fyrir. Eiríkur rakti síðan frumvarpið fyrir fundargestum, og það fór ítrekað óánægjukliður um salinn á meðan á þeim lestri stóð. Eiríkur sagði síðan að frumvarpið útskýrði af hverju launanefndin hefði ekki viljað semja við kennara. Löngu væri búið að ákveða það sem verið væri að gera nú. Eiríkur sagði að fulltrúar kennara hefðu varað ríkisstjórnina við því að veita þennan langa frest til samninga. Það væri í raun fullreynt. Hann sagði þann langa frest sem gerðardómurinn fengi hafa það í för með sér að fjölmargir kennarar myndu segja upp. Vel hefði verið hægt að ljúka starfi gerðardóms fyrir jól ef vilji væri fyrir hendi. Eiríkur vandaði menntamálaráðherra ekki kveðjurnar og sagðist efast um að nokkur menntamálaráðherra hefði rúið sig trausti kennara jafnfljótt. Steininn hafi þó tekið úr þegar ráðherra hafi svívirt kennara og skólastarf í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. Á annað hundrað kennarar fylgdust með umræðum frá þingpöllum og stóðu mótmælastöðu á Austurvelli til rúmlega eitt. Grunnskólakennarar fyrir utan Alþingi sögðu alla mjög reiða og ekki væri ólíklegt að fjöldauppsagnir yrðu á næstunni. Fréttir Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Megn óánægja er í röðum grunnskólakennara með frumvarp ríkisstjórnarinnar um að binda enda á verkfallið. Samninganefndir hafa mánuð til að semja, ella verður gerðardómi falið að ákveða launin. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur og að menntamálaráðherra sé rúinn öllu trausti. Að afloknum ríkisstjórnarfundi og þingflokksfundum var þingfundur settur klukkan hálfellefu. Þar kynnti forsætisráðherra efni frumvarpsins sem ætlað er að höggva á hnút kennaraverkfallsins. Samkvæmt því verður verkfall kennara bannað og aðrar aðgerðir þeirra. Takist samninganefndum ekki að semja fyrir 15. desember verður skipaður þriggja manna gerðardómur sem komast skuli að niðurstöðu fyrir 31. mars 2005. Gerðardómur skal hafa hliðjsjón af almennri launaþróun, og skulu ákvarðanir hans vera afturvirkar til 15. desember. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, sagði að málinu væri iðulega stillt upp sem deilu á milli sveitarfélaga og kennara um kaup og kjör, en að það vildi gleymast hverjir sköðuðust mest. Auðvitað væru það börnin 45 þúsund, sem ekki fengju þá lögmætu kennslu sem þeim bæri samkvæmt lögum. Á sama tíma og Halldór kynnti efni frumvarpsins í ræðustól Alþingis ávarpaði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, grunnskólakennara í verkfallsmiðstöðinni á Engjateig. Hann sagði daginn svartan og aðgerðir Alþingismanna væru verri en nokkurn hefði órað fyrir. Eiríkur rakti síðan frumvarpið fyrir fundargestum, og það fór ítrekað óánægjukliður um salinn á meðan á þeim lestri stóð. Eiríkur sagði síðan að frumvarpið útskýrði af hverju launanefndin hefði ekki viljað semja við kennara. Löngu væri búið að ákveða það sem verið væri að gera nú. Eiríkur sagði að fulltrúar kennara hefðu varað ríkisstjórnina við því að veita þennan langa frest til samninga. Það væri í raun fullreynt. Hann sagði þann langa frest sem gerðardómurinn fengi hafa það í för með sér að fjölmargir kennarar myndu segja upp. Vel hefði verið hægt að ljúka starfi gerðardóms fyrir jól ef vilji væri fyrir hendi. Eiríkur vandaði menntamálaráðherra ekki kveðjurnar og sagðist efast um að nokkur menntamálaráðherra hefði rúið sig trausti kennara jafnfljótt. Steininn hafi þó tekið úr þegar ráðherra hafi svívirt kennara og skólastarf í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. Á annað hundrað kennarar fylgdust með umræðum frá þingpöllum og stóðu mótmælastöðu á Austurvelli til rúmlega eitt. Grunnskólakennarar fyrir utan Alþingi sögðu alla mjög reiða og ekki væri ólíklegt að fjöldauppsagnir yrðu á næstunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði