Innlent

Gerðardómur skipaður

Í stjórnarfrumvarpi, sem rætt verður á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi, er gert ráð fyrir að gerðardómur verði skipaður til að leysa launadeilu kennara og sveitarfélaga, og að verkfalli verði aflýst þegar í stað. Gerðardómur leggi til grundvallar kjör þeirra, sem hafa sambærilega menntun og kennarar og starfa hjá hinu opinbera. Hann fái nokkrar vikur til starfans en að kennsla hefjist eftir helgi. Eftir ríkisstjórnarfund er stefnt að því að halda fundi í öllum þingflokkum og leita afbrigða frá þingsköpum til að hægt verði að taka frumvarpið á dagskrá í dag. Eftir því sem Fréttastofan kemst næst, er ekki andstaða við þennan framgang mála í röðum stjórnarandstöðunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×