Innlent

Kólnar á Kárahnjúkum

Frostið fer niður í allt að 12 stig á Kárahnjúkum í vikunni, gangi spá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga eftir. Samkvæmt henni rokkar hitinn frá 0 gráðum og niður í mínus 12 og er búist við að kaldast verði á miðvikudag. Þá mun einnig hvessa og vindur ná 17 metra hraða á sekúndu. Það er því vissara fyrir starfsmennina þar efra að klæðast síðbrók svo kuldaboli bíti síður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×