Innlent

Frumvarp verði afgreitt í dag

Umræða um lög á kennaraverkfallið stendur enn yfir á Alþingi. Vonast er til að hægt verði að afgreiða frumvarpið til allsherjarnefndar í dag og afgreiða það síðan sem lög frá Alþingi. Skólahald gæti því orðið með eðlilegum hætti á mánudag. Samkvæmt frumvarpinu tekur Gerðardómur ekki til starfa fyrr en 15. desember og hafa deilendur því ráðrúm til að gera kjarasamning fram að því. Kennarar hafa lýst sig andsnúna því og sagt að frjálsir samningar séu fullreyndir. Þá er kveðið á um að þær kjarabætur sem Gerðardómur ákveði taki gildi frá og 15. desember. Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna segir þetta koma í veg fyrir að kennarar geti samið um bætur fyrir þann tíma sem þeir voru í verkfalli en miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem var felld í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal kennara gerði þó ráð fyrir slíkri greiðslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×