Innlent

Gullnáma fyrir grúskara

Árabilið 1964 til 2004 er viðfangsefnið í nýútkomnu þriðja bindi Sögu Stjórnarráðs Íslands sem kom út í gær. Í því er saga ríkisstjórna á tímabilinu rakin og að auki er þar skrá yfir ráðherra, ráðuneytisstjóra og aðstoðarmenn ráðherra. Er því viðbúið að margur grúskarinn og stjórnmálaáhugamaðurinn líti ritið hýru auga. Jakob F. Ásgeirsson stjórnmálafræðingur og Sigríður K. Þorgrímsdóttir sagnfræðingur eru höfundar þessa þriðja bindis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×