Innlent

Allsherjarnefnd fundar um verkfall

Fundur allsherjarnefndar vegna lagafrumvarps um kennaraverkfallið hófst klukkan fjögur. Deilendur hafa verið kallaðir til fundar við nefndina. Umræða um lög á kennaraverkfallið stóðu sleitulaust yfir á alþingi frá þvi klukkan hálf ellefu í morgun til hálf fjögur. Kennarar eru ævareiðir yfir þeim ákvæðum frumvarpsins að Gerðardómur taki ekki til starfa fyrr en um miðjan næsta mánuð og telja samningaleiðina fullreynda. Þær kjarabætur sem dómurinn úrskurðar gilda frá fimmtánda desember og því er úti um bætur vegna verkfallsins, eins og frumvarpið lítur út núna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×