Innlent

Tekinn með 120 grömm

Lögreglan á Selfossi gerði í gær 120 grömm af Marijuana upptæk hjá manni, sem búsettur er utan þéttbýlils í Árnessýslu. Maðurinn bar við yfirheyrslur að efnið væri ætlað til eigin nota og var honum sleppt að yfirehyrslu lokinni, en hans bíður sekt fyrir að hafa haft fíkniefni í fórum sínum. Tuttugu grömm fundust einnig innan veggja fangelsins á Litla Hrauni í gær og er það fimmti fíkniefnafundurinn þar á nokkrum dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×