Innlent

Allir á vetrardekk

Fyrsti snjór vetrarins sem heitið getur í Reykjavík varð til þess að örtröð hefur verið hjólbarðaverkstæðum í dag. Þegar Reykvíkingar vöknuðu í morgun voru götur borgarinnar snævi þaktar. Snjórinn var reyndar ekki mikill en þó nægilegur til að ökumenn þyrftu að aka með gát vegna hálku. Og það var ekki að sökum að spyrja. Þúsundir manna ákváðu allt í einu að skipta yfir á vetrardekkin. Hjá hjólbarðaverkstæðunum voru símalínur rauðglóandi og biðraðir út úr dyrum. Fyrir utan Gúmmivinnustofuna á Réttarhálsi biðu bílarnir í röð allan hringinn og út á götu. Framkvæmdastjórinn þar, Viðar Halldórsson, sagði þetta mesta álagsdaginn það sem af væri vetri. Og hvað skyldi nú kosta að fá vetrardekkin undir fólksbílinn? Nærri fimm þúsund krónur víðast hvar fyrir umfelgun og jafnvægisstillingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×