Innlent

Dagsyfja algeng

Dagsyfja er algeng meðal fimmtugra íslenskra kvenna og tengist einkum kvíða, þunglyndi og einkennum breytingaskeiðs. Þessa ályktun draga læknarnir Bryndís Benediktsdóttir, Þórarinn Gíslason og Kristinn Tómasson af rannsókn sinni um efnið en hún var kynnt á Heimilislæknaþinginu sem haldið var nýlega á Akureyri. Lengst af var skollaeyrum skellt við kvörtunum sjúklinga um dagsyfju og hún helst álitin leti eða ómennska og til marks um slæman lífsstíl. Læknar og vísindamenn hafa sýnt fyrirbærinu aukinn áhuga í seinni tíð og í rannsókn þríeykisins kom á daginn að dágóður hópur íslenskra kvenna er talinn þjást af talsverðri eða mikilli dagsyfju. Allar fimmtugar konur á höfuðborgarsvæðinu voru spurðar um svefnvenjur, svefntruflanir, andlega og líkamlega heilsu, lyfjanotkjun, tíðahvarfaeinkenni og félagslegt umhverfi. Af niðurstöðunum að dæma má það kallast eðlilegt að fimmtugar konur syfji á daginn og alls ekki til merkis um leti eða slæman lífsstíl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×