Fleiri fréttir

Óánægja með dragnótina

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt að fara þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið að veiðar dragnótabáta yfir 15 metra stærð verði bannaðar í Norðfjarðarflóa, Norðfirði, Hellisfirði, Viðfirði, Sandvík, Vöðlavík, Reyðarfirði og Eskifirði.

Stóraukinn nautakjötsinnflutningur

Nautakjöt er flutt inn til landsins í mun meiri mæli en í fyrra, segir Landssamband kúabænda eftir að hafa kannað gögn frá Hagstofu Íslands.

Breytingar ekki fyrirhugaðar

Robert S. McCormick ofursti tók í gær við stöðu yfirmanns Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli af Noel G. Preston flotaforingja. Við athöfnina voru fluttar ræður en í þeim voru ekki boðaðar breytingar á starfsemi Varnarliðsins.

Auknir fordómar í garð útlendinga

Á fimm árum hafa viðhorf fólks breyst á þá leið að færri vilja hleypa fleira flóttafólki inn í landið og fleiri eru andsnúnari því að fólk sem hingað flytur haldi siðum sínum og venjum. Um leið telja þó fleiri að landinn hafi gott af erlendum áhrifum. </font /></b />

Fallist á nýjan Gjábakkaveg

Skipulagsstofnun hefur með úrskurði sínum fallist með skilyrðum á lagningu nýs Gjábakkavegar milli Þingvalla og Laugarvatns í Bláskógabyggð.

Sprunginn meirihluti í Eyjum

Meirihlutasamstarfi Vestmannaeyjalistans og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja var slitið á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gærkvöld. Í bæjarstjórn eru þrír fulltrúar V-lista, þrír frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Framsóknarflokki.

Dómur hvatning fyrir fórnarlömb

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í einkamáli konu gegn þremur karlmönnum er einstæður hér á landi. Hann getur verið hvatning til fórnarlamba nauðgara um að leita réttar síns, þótt ákæruvaldið telji ekki næg efni til ákæru.

Á þriðja hundrað í útgöngubanni

Féð í Möðrudal á Möðrudalsöræfum er ekkert yfir sig ánægt þessa dagana. Það hefur verið sett í útgöngubann eftir eldgosið í Grímsvötnum og fær ekki að fara út fyrr en einhvern tíma eftir áramót.

140 heimilisofbeldismál á ári

Um 140 skýrt skilgreind heimilisofbeldismál eru greind á ári hverju á slysa- og bráðasviði Landspítalans. Tilraun stendur nú yfir á spítalanum með bráðamóttöku fyrir þolendur slíks ofbeldis. Tveimur milljónum var veitt til verkefnisins, en síðan ekki söguna meir.

Auralaus nýsköpunarsjóður

Nýsköpunarsjóður hefur ekki peninga til að fjárfesta í nýjum nýsköpunar- eða sprotafyrirtækjum næstu ár. Forráðamenn hans hafa leitað til stjórnvalda og lífeyrissjóða í landinu. Innlend fyrirtæki og auðmenn áhættufjárfesta nær einungis erlendis.

Átta sveitarfélög á Vestfjörðum eiga sér vart framtíð

Íbúar á Vestfjörðum ættu að vera 60 prósentum fleiri nú en þeir voru fyrir aldarfjórðungi ef þeim hefði fjölgað í samræmi við landsmeðaltal. Átta af ellefu sveitarfélögum Vestfjarða eiga sér enga framtíð ef þau eru skoðuð út frá kenningum tveggja bandarískra landfræðinga. </font /></b />

Esso hætti við upplýsingagjöf

Olíufélagið hefur veitt stjórnmálaflokkunum samtals 980 þúsund krónur í styrki á ári síðustu fimm árin. Þegar Fréttablaðið óskaði eftir frekari upplýsingum og sundurliðun á þessum styrkjum tók forstjóri Esso vel í þá beiðni en dró síðan í land og sagði ekki rétt að gefa frekari upplýsingar um styrkina.

Styrkir til flokka verði rannasakaðir

Helgi Hjörvar alþingismaður telur að flokkarnir eigi að fá Ríkisendurskoðun til að gera almenna athugun á styrkjum olíufélaganna til stjórnmálaflokkanna. Þannig verði trúnaður ekki brotinn. </font /></b />

Opinberir styrkir til flokkanna fóru í skuldir

Framsóknarflokkurinn greiddi niður skuldir sínar um 90 milljónir árin 1992 til 2000. Flokksstarfið var í lágmarki því allir peningar fóru í skuldirnar. </font /></b />

Við völd í skjóli styrkja

Stjórnmálaflokkarnir sitja við völd í skjóli styrkja frá olíufélögunum, tryggingafélögunum og kvótagreifunum, segir Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra. </font /></b />

Kaupa tískukeðjuna MK One

Baugur og Landsbankinn ætla að kaupa bresku tískukeðjuna MK One. Samkvæmt fréttaskeytum er kaupsamningurinn metinn á um fimmtíu og fimm milljónir punda, eða sem nemur 6,9 milljörðum króna. Baugur mun eiga um helming fyrirtækisins á móti nýjum stjórnendum og Landsbankanum.

Rannsókn beinist að hjólabúnaði

Rannsókn á flugatvikinu þegar flutningavél Atlanta hlekktist á í flugtaki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum nýverið, beinist einkum að hjólabúnaði vélarinnar. Flugmenn hættu skyndilega við flugtak þegar vélin var komin á mikla ferð og stöðvaðist hún ekki fyrr en hún stakkst í sandinn utan flugbrautarinnar. Vélin, sem er Boeing 747 breiðþota, er að öllum líkindum ónýt.

Gátu selt fyrir 6 milljarða

Mun meiri eftirspurn var í hlutafjárútboði Flugleiða en framboð og voru fjárfestar reiðubúnir að kaupa nýtt hlutafé fyrir tæpa sex milljarða króna. Framboðið var hins vegar 3,8 milljarðar þannig að umframeftirspurn nam rösklega 56 prósentum.

Atlantsolía fjölgar stöðvum

Atlantsolía ráðgerir að reisa sex nýjar bensínstöðvar á næstu misserum en það rekur aðeins tvær afgreiðslur núna, aðra í Hafnarfirði og hina í Kópavogi. Fyrsta nýja stöðin tekur til starfa á Sprengisandi í Reykjavík upp úr áramótum og verður skóflustunga tekin að henni á næstu dögum.

Forseti sendi samúðarkveðjur

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í morgun samúðarkveðjur til palestínsku þjóðarinnar vegna andláts Jassers Arafats, forseta heimastjórnarinnar. Þar sagði forsetinn að Arafat hefði markaði djúp spor í sögu Mið-Austurlanda og heimsins alls og barátta hans fyrir réttindum og sjálfstæði Palestínumanna verið þjóðinni leiðarljós í áratugi.

Ökumenn sýni aðgát

Kveikt verður á nýjum umferðarljósum á gatnamótum Stekkjarbakka og Hamrastekks í Reykjavík klukkan tvö á laugardaginn. Þangað til verða ljósin látin blikka á gulu ljósi og biður gatnamálastjóri ökumenn að sýna aðgát og tillitssemi á meðan.

Sakar Vilhjálm um róg

Í bókun sem Þórólfur Árnason, fráfarandi borgarstjóri, lagði fram á borgarráðsfundi sem hófst klukkan ellefu í morgun, sakar hann Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita sjálfstæðsimanna í borgarstjórn, um vísvitandi róg. Hann vitnar þar til þeirra ummæla Vilhjálms í DV að það liggi beint við að hann fái biðlaun upp á 20 milljónir króna út kjörtímabilið.

Allt stefnir í lagasetningu

Allt stefnir í að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Forsætisráðherra sagðist ekki koma auga á aðra lausn á deilunni eftir fund með samningsaðilum í morgun. 

Láta af stjórn Kabúl-flugvallar

Íslendingar munu láta af stjórn flugvallarins í Kabúl á næsta ári og þar með tæplega tvö þúsund manna herliðs. Til greina kemur að Ísland leggi í staðinn af mörkum liðsmenn til annarra friðargæsluverkefna í Afganistan

Borgarstjóraefni árið 2006?

Það skýrist ekki fyrr en þegar líða tekur á næsta ár hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir, verðandi borgarstjóri, verður borgarstjóraefni R-listans í næstu borgarstjórnarkosningum árið 2006. Þetta sagði Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í R-listanum, í viðtali við fréttastofuna í morgun.

Taki þátt í rekstri flugvallarins

Davíð Oddsson utanríkisráðherra ætlar að semja um það við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Íslendingar taki meiri þátt í kostnaði við rekstur Keflavíkurflugvallar.

Fær lögheimili í Bláskógabyggð

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að fimm manna fjölskylda skuli fá lögheimili í Bláskógabyggð. Fjölskyldan flutti þangað í vor en sveitarstjórnin vildi ekki samþykkja umsókn um lögheimili fyrst heimilið er á sumarhúsasvæði. Börnin fengu heldur ekki skólavist í Bláskógabyggð.

Sitja ekki við sama borð?

Um 200 nemendur, nýútskrifaðir úr grunnskóla, höfðu samband við menntamálaráðuneytið í haust vegna þess að þeir fengu ekki inngöngu í framhaldsskóla. Aðstoðaði ráðuneytið þá við að fá inngöngu í skóla og fengu þeir allir inni. Það sama gildir ekki um þá sem voru aftur að hefja framhaldsskólanám eftir hlé.

5 mánaða fangelsi fyrir fjársvik

Kona á fertugsaldri var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir fjársvik. Hún sveik út vörur fyrir tæpar 260 þúsund krónur með kreditkorti í eigu fyrirtækis. Konan hefur hlotið átta dóma og margrofið skilorð.

ASÍ á móti lagasetningu

Alþýðusamband Íslands er algerlega á móti lagasetningu á kennaraverkfallið. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi sýnt sig að eftirmál lagasetninga á vinnudeilur séu verri en allir aðrir kostir. Þetta þekki sambandið vel í tengslum við kjaradeilu sjómanna.

Harmar þrákelkni Vilhjálms

Þórólfur Árnason borgarstjóri segist harma það að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sé ekki maður til að draga til baka eða neita ummælum sínum í DV í gær þar sem haft er eftir honum að það liggi beint við að ætla að borgarstjóri fái laun út kjörtímabilið, sem gætu verið 20 milljónir króna.

Fordómar hafa aukist

Fordómar gagnvart innflytjendum hafa aukist í íslensku samfélagi á undanförnum árum, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Alþjóðahúsið. Alþjóðahúsið hyggst kynna könnunina nánar á morgun og aðgerðir til að sporna gegn fordómum.

Lagasetning ekki tilkynnt í dag

Ekkert verður tilkynnt um lagasetningu á kennaraverkfallið í dag. Áður en tilkynnt verður um hugsanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna verkfallsins mun forsætisráðherra meðal annars ræða málið innan þingflokkanna, við fulltrúa ASÍ og Samtök atvinnulífsins.

Sérstök lög um heimilisofbeldi

Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingslályktunartillögu um að sett verði sérstök lög um heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi er ekki skilgreint sérstaklega í íslenskri löggjöf, heldur helst dæmt eftir hegningarlögum um líkamsárásir.

Hitabeltisfiskar á Húsavík

Hitabeltisfiskar hafa fundist í baðlóninu sunnan Húsavíkur, grábláir með svörtum rákum og kallast fanga-siklíður. Náttúrustofa Norðausturlands segir að fiskarnir hafi náð að fjölga sér í lóninu og lifi ágætu lífi en kjörhiti þeirra er 24 gráður.

Íshús Njarðvíkur gjaldþrota

Íshús Njarðvíkur ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Fyrir um tveimur árum stóð Íshús Njarðvíkur fyrir björgunaraðgerðum vegna fjölveiðiskipsins Guðrúnar Gísladóttur sem strandaði við Lófóten í Noregi. Björgunaraðgerðir tókust ekki og hvílir skipið enn á hafsbotni.

Sýknaður á grundvelli skófars

Hæstiréttur sýknaði í dag mann af ákæru fyrir að hafa stolið þrjú þúsund krónum í innbroti í verslun í Mjóddinni. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í sex mánaða fangelsi en hann er síbrotamaður. Vafinn um sekt snerist um skófar.

Hæstiréttur lækkaði bæturnar

Hæstiréttur lækkaði í dag bætur til konu sem varð fyrir slysi er hún var farþegi í bifreið með ölvuðum ökumanni. Maðurinn andaðist í slysinu. Héraðsdómur dæmdi konunni eina og hálfa milljón í bætur en Hæstiréttur lækkaði bæturnar í rúma milljón.

Steinunn Valdís XVI

Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður sextándi borgarstjóri Reykjavíkur. Hún er þriðja konan sem gegnir embættinu. Sjö lögfræðingar hafa verið borgarstjórar, fjórir verkfræðingar og senn tveir sagnfræðingar. </font /></b />

Málamiðlun allra málamiðlanna

Talsverður kurr er í Samfylkingunni yfir því með hverjum hætti kjör Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur bar að. "Það er óþolandi að Halldór Ásgrímsson skuli velja fyrir okkur borgarstjóra", segir einn helsti leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Nýsköpunarsjóður nánast auralaus

Nýsköpunarsjóður hefur ekki peninga til að fjárfesta í nýjum nýsköpunar eða sprotafyrirtækjum næstu ár. Forráðamenn hans hafa leitað til stjórnvalda og lífeyrissjóða í landinu. Innlend fyrirtæki og auðmenn áhættufjárfesta nær einungis erlendis. </font /></b />

Vilko ehf. aftur af stað

Forráðamenn fyrirtækisins Vilko ehf. á Blönduósi, sem eyðilagðist í eldsvoða í lok síðasta mánaðar, eru að hefja framleiðslu á nýjan leik.

Samstarf olíufélaganna leyfilegt

Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. 

Þingsályktun um heimilisofbeldi

Þingályktun um setningu lagaákvæðis um heimilisofbeldi hefur verið lögð fram á Alþingi. "Markmiðið er að ná utan um þann verknað sem heimilisofbeldi er, í víðum skilningi," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður þingsályktunarinnar.

Sakar Vilhjálm um róg

Þórólfur Árnason, fráfarndi borgarstjóri sakaði Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita Sjálfstæðismanna um "róg" í bókun á borgarráðsfundi í gær. Á fundinum baðst Þórólfur formlega lausnar sem borgarstjóri.

Sjá næstu 50 fréttir