Innlent

Fordómar aukast

Fordómar gegn útlendingum hafa aukist mikið á Íslandi á síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Þeim sem eru jákvæðir gagnvart því að leyfa fleiri útlendingum að vinna hérlendis hefur fækkað um fjórtán prósent frá síðustu könnun árið 1999. Þá voru þeir 42% en eru 28% nú. Reykvíkingar eru jákvæðari en aðrir landsmenn og jákvæðnin eykst eftir því sem menntun er meiri. Þetta á einnig við um viðhorf til flóttamanna en 45 prósent töldu fyrir fimm árum að Íslendingar ættu að taka við fleiri flóttamönnum. Þeim hefur nú fækkað um átján prósent en 27% eru jákvæðir gagnvart slíkum breytingum nú. 77% Íslendinga töldu fyrir fimm árum að útlendingur sem flyttu til Ísland mættu halda í eigin siði og venjur en nú eru 64% þeirrar skoðunar. Í hrópandi ósamræmi er þó sú niðustaða könnunarinnar að þeim sem telja íslendinga hafa gott af framandi menningu eru nú sex prósentum fleiri og þeim sem vilja læra að matreiða framandi mat, hefur fjölgað um fjórtán prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×