Katri hin finnska slær í gegn 12. nóvember 2004 00:01 Katri Raakel Tauriainen hefur unnið með Völu Matt í Innlit/Útlit í nokkra mánuði og gert margt heimilið huggulegra með einföldum tilfæringum og lágum kostnaði. Hún hefur lengi haft áhuga á heimilum og húsbúnaði og ætlaði að læra innanhússarkitektúr en hætti við því stærðfræðin er ekki hennar sterkasta hlið. "Það var lengi draumur að verða innanhússarkitekt en stærðfræðin kom í veg fyrir það," segir Katri, sem hefur lesið sér til um fagið og sótt ýmis námskeið, meðal annars í Feng Shui. Hún fæddist í Finnlandi og bjó framan af ævi í bænum Kuusamo sem liggur á 66. breiddargráðu líkt og Ísafjörður. Fjölskylda hennar fluttist svo til Svíþjóðar og þar kynntist Katri mannsefni sínu, Guðmundi Rúnari Gunnarssyni. "Hann var Íslandsmeistari í hástökki og við nám í húsasmíði. Þegar hann kynntist mér hætti hann að stökkva," segir Katri og hlær. Þar sem Katri þurfti að láta drauminn um innanhússarkitektúrinn lönd og leið skellti hún sér í leikskólakennaranám og vann sem slíkur um skeið. Það var svo sumarið 1982 sem Guðmundur bauð henni með sér til Íslands í sumarfrí og henni leist vel á land og þjóð. Árið eftir harðnaði á dalnum í Svíþjóð, örðugt var að fá vinnu og þau ákváðu að flytja til Íslands og dvelja hér í tvö ár. Síðan eru liðin rúm tuttugu ár og hér eru þau enn, eiga þrjú börn og Katri komin í sjónvarpið. "Ég var alltaf að breyta heima hjá mér, færa húsgögnin til, kaupa nýjar gardínur og gera eitt og annað smálegt. Þegar ég var orðin leið á leikskólastörfunum fór ég svo að aðstoða fólk við að sjá um heimili þess." Ritstjóri Húsa og híbýla hafði spurnir af áhuga Katri á heimilum og fól henni að sjá um sérstakan hugmyndabanka í blaðinu. Stóra tækifærið bauðst svo þegar hún var að aðstoða við uppstillingu fyrir Innlit/Útlit og komst þar í tæri við Völu. "Ég sagði henni frá ýmsum hugmyndum sem ég hafði og í kjölfarið hringdi hún og bauð mér að aðstoða sig í þættinum. Þetta kom mér á óvart því það eru svo margir sem tala við hana og hafa einhverjar hugmyndir." Eftir að Katri tók að birtast reglulega á skjánum hefur boltinn aldeilis farið að rúlla. "Þegar maður kemur fram í svona þætti auglýsir maður sjálfan sig og ég hef haft mikið að gera við að aðstoða við breytingar og uppstillingar á heimilum, verslunum og í fyrirtækjum," en samhliða vinnur Katri í húsgagnaversluninni Tekk Company. Hún er sjálf iðin við að breyta heima hjá sér og segir fjölskylduna ekki kippa sér upp við það enda allir orðnir vanir þessu. Katri hefur séð mörg falleg heimili um ævina en nefnir sérstaklega heimili hjónanna Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur í Miðstræti í Reykjavík en hún sá einmitt um það frá a til ö í þrjú og hálft ár. "Það er flottasta heimili sem ég hef séð." Katri talar ekki lýtalausa íslensku, líkt og sjónvarpsáhorfendur hafa tekið eftir, en hún spáir ekki mikið í það. "Völu finnst allt í lagi að ég tali eins og ég tala og þá er það í lagi," segir Katri en viðurkennir að hún hafi verið tvístígandi í upphafi um hvort rétt væri að taka tilboðinu, einmitt vegna tungumálsins. "Ég á erfitt með að beygja mannannöfn en finnst þetta í lagi ef ég kem einhverju til skila. Ég læt tungumálið að minnsta kosti ekki stöðva mig." Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Katri Raakel Tauriainen hefur unnið með Völu Matt í Innlit/Útlit í nokkra mánuði og gert margt heimilið huggulegra með einföldum tilfæringum og lágum kostnaði. Hún hefur lengi haft áhuga á heimilum og húsbúnaði og ætlaði að læra innanhússarkitektúr en hætti við því stærðfræðin er ekki hennar sterkasta hlið. "Það var lengi draumur að verða innanhússarkitekt en stærðfræðin kom í veg fyrir það," segir Katri, sem hefur lesið sér til um fagið og sótt ýmis námskeið, meðal annars í Feng Shui. Hún fæddist í Finnlandi og bjó framan af ævi í bænum Kuusamo sem liggur á 66. breiddargráðu líkt og Ísafjörður. Fjölskylda hennar fluttist svo til Svíþjóðar og þar kynntist Katri mannsefni sínu, Guðmundi Rúnari Gunnarssyni. "Hann var Íslandsmeistari í hástökki og við nám í húsasmíði. Þegar hann kynntist mér hætti hann að stökkva," segir Katri og hlær. Þar sem Katri þurfti að láta drauminn um innanhússarkitektúrinn lönd og leið skellti hún sér í leikskólakennaranám og vann sem slíkur um skeið. Það var svo sumarið 1982 sem Guðmundur bauð henni með sér til Íslands í sumarfrí og henni leist vel á land og þjóð. Árið eftir harðnaði á dalnum í Svíþjóð, örðugt var að fá vinnu og þau ákváðu að flytja til Íslands og dvelja hér í tvö ár. Síðan eru liðin rúm tuttugu ár og hér eru þau enn, eiga þrjú börn og Katri komin í sjónvarpið. "Ég var alltaf að breyta heima hjá mér, færa húsgögnin til, kaupa nýjar gardínur og gera eitt og annað smálegt. Þegar ég var orðin leið á leikskólastörfunum fór ég svo að aðstoða fólk við að sjá um heimili þess." Ritstjóri Húsa og híbýla hafði spurnir af áhuga Katri á heimilum og fól henni að sjá um sérstakan hugmyndabanka í blaðinu. Stóra tækifærið bauðst svo þegar hún var að aðstoða við uppstillingu fyrir Innlit/Útlit og komst þar í tæri við Völu. "Ég sagði henni frá ýmsum hugmyndum sem ég hafði og í kjölfarið hringdi hún og bauð mér að aðstoða sig í þættinum. Þetta kom mér á óvart því það eru svo margir sem tala við hana og hafa einhverjar hugmyndir." Eftir að Katri tók að birtast reglulega á skjánum hefur boltinn aldeilis farið að rúlla. "Þegar maður kemur fram í svona þætti auglýsir maður sjálfan sig og ég hef haft mikið að gera við að aðstoða við breytingar og uppstillingar á heimilum, verslunum og í fyrirtækjum," en samhliða vinnur Katri í húsgagnaversluninni Tekk Company. Hún er sjálf iðin við að breyta heima hjá sér og segir fjölskylduna ekki kippa sér upp við það enda allir orðnir vanir þessu. Katri hefur séð mörg falleg heimili um ævina en nefnir sérstaklega heimili hjónanna Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur í Miðstræti í Reykjavík en hún sá einmitt um það frá a til ö í þrjú og hálft ár. "Það er flottasta heimili sem ég hef séð." Katri talar ekki lýtalausa íslensku, líkt og sjónvarpsáhorfendur hafa tekið eftir, en hún spáir ekki mikið í það. "Völu finnst allt í lagi að ég tali eins og ég tala og þá er það í lagi," segir Katri en viðurkennir að hún hafi verið tvístígandi í upphafi um hvort rétt væri að taka tilboðinu, einmitt vegna tungumálsins. "Ég á erfitt með að beygja mannannöfn en finnst þetta í lagi ef ég kem einhverju til skila. Ég læt tungumálið að minnsta kosti ekki stöðva mig."
Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira