Innlent

ÓB með lægsta verðið

Orkan bauð í gær lægsta verðið á 95 oktana bensíni. Lítrinn kostaði 102,6 krónur við Eiðistorg en athygli vekur að stöðin býður sama verð í Njarðvík og á Súðavík en þar opnaði Orkan nýja stöð fyrir skömmu. ÓB bauð næstlægsta verðið, 102,7 krónur lítrann, á bensínstöðinni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Fyrirtækið bauð sama verð í Njarðvík. Egó býður lítrann á 102,8 krónur á öllum sínum fimm stöðvum. Hjá Atlantsolíu, sem fyrst olíufélaganna lækkaði verð á bensíni í fyrradag, kostar lítrinn 102,9 krónur á stöðvum félagsins í Kópavogi og Hafnarfirði. Lítraverðið hjá stóru olíufélögunum þremur er um það bil krónu hærra en hjá hinum félögunum. Þess ber að geta að ÓB er í eigu Olís, Orkan í eigu Skeljungs og Egó í eigu Essó. Um 10 prósenta hækkun varð á olíumörkuðum í október en verðið hefur verið að lækka síðan um mánaðamót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×