Ólafur Örn ráðinn án auglýsingar 12. nóvember 2004 00:01 Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að kannað hafi verið hvernig standa beri að ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar og það álit fengist að ekki væri skylt að auglýsa starfið. Aðrir komu ekki til greina í stöðuna enda segir Gunnar Snorri að það hafi verið komin "af stað ákveðin umræða um það hver myndi taka við af Jóni Böðvarssyni" sem verður sjötugur eftir tvö ár og hættir þá vegna aldurs. "Aðstæður breyttist þannig að kapall myndaðist," segir Gunnar Snorri. Kapallinn fólst í því að Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, fer fljótlega í ársleyfi frá störfum og mun starfa í eitt og hálft ár fyrir alþjóðleg samtök í Montreal í Kanada, Civil Aviation Organization. Það var því ákveðið að Jón Böðvarsson, fráfarandi forstjóri, myndi leysa hann af á Keflavíkurflugvelli og fara svo á eftirlaun. Ólafur Örn, sem var fyrst var ráðinn inn í stofnunina sem aðstoðarmaður Jóns og hafði starfað í stofnuninni í nokkra mánuði, var ráðinn forstjóri. Hann tekur við starfinu um áramótin. "Það var að hluta til lykilatriði að þetta væri maður sem Bandaríkjamenn myndu sætta sig við því að það er fjárhagsleg ábyrgð gagnvart þeim," segir Gunnar Snorri. "Hugmyndin kom upp talsvert fyrr á árinu og var kynnt fyrir Bandaríkjamönnum. Ólafur Örn kom til greina og sá kostur var kynntur fyrir þeim. Þeir tóku því vel. Það má segja að þeim hafi gefist kostur á að kynnast honum dálítið," segir hann og telur einkum að víðtæk reynsla Ólafs Arnar á ýmiss konar vettvangi hafi þarna gert hann hæfastan í starfið. Ögmundur Jónasson: Virða skyldur að vettugi "Þetta mál hef ég ekki skoðað sérstaklega. Hitt veit ég að stjórnvöld og ríkið eru í auknum mæli farin að virða að vettugi skyldur sínar til að auglýsa störf embættismanna laus til umsóknar. Staðreyndin er sú að hin almenna regla kveður á um að það beri að auglýsa störf þótt annað sé heimilt í undantekningartilvikum. Þegar undantekningin er orðin að almennri reglu þá er illa komið," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Engar reglur gilda um ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar. Ólafur Örn er hvorki æviráðinn né ráðinn til fimm ára. Um ráðninguna gilda þó hefðbundin ákvæði um uppsagnarfrest. Staðan hefur aldrei verið auglýst og ekki er gert ráð fyrir að hún verði auglýst eftir fimm ár. Bandaríkjamenn borga Ratsjárstofnun hefur mjög sjálfstæða stöðu í íslensku stjórnkerfi. Hún heyrir beint undir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og hefur enga stjórn. Bandaríkjamenn fjármagna starfsemi stofnunarinnar og nemur kostnaður við reksturinn tæpum 1.400 milljónum króna samkvæmt fjárlögum árið 2005. Stofnunin er með fjórar ratsjárstöðvar; á Gunnólfsvíkurfjalli, við Keflavíkurflugvöll, í Bolungarvík og á Höfn í Hornafirði. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík. Starfsmenn eru um 80 talsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir að kannað hafi verið hvernig standa beri að ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar og það álit fengist að ekki væri skylt að auglýsa starfið. Aðrir komu ekki til greina í stöðuna enda segir Gunnar Snorri að það hafi verið komin "af stað ákveðin umræða um það hver myndi taka við af Jóni Böðvarssyni" sem verður sjötugur eftir tvö ár og hættir þá vegna aldurs. "Aðstæður breyttist þannig að kapall myndaðist," segir Gunnar Snorri. Kapallinn fólst í því að Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, fer fljótlega í ársleyfi frá störfum og mun starfa í eitt og hálft ár fyrir alþjóðleg samtök í Montreal í Kanada, Civil Aviation Organization. Það var því ákveðið að Jón Böðvarsson, fráfarandi forstjóri, myndi leysa hann af á Keflavíkurflugvelli og fara svo á eftirlaun. Ólafur Örn, sem var fyrst var ráðinn inn í stofnunina sem aðstoðarmaður Jóns og hafði starfað í stofnuninni í nokkra mánuði, var ráðinn forstjóri. Hann tekur við starfinu um áramótin. "Það var að hluta til lykilatriði að þetta væri maður sem Bandaríkjamenn myndu sætta sig við því að það er fjárhagsleg ábyrgð gagnvart þeim," segir Gunnar Snorri. "Hugmyndin kom upp talsvert fyrr á árinu og var kynnt fyrir Bandaríkjamönnum. Ólafur Örn kom til greina og sá kostur var kynntur fyrir þeim. Þeir tóku því vel. Það má segja að þeim hafi gefist kostur á að kynnast honum dálítið," segir hann og telur einkum að víðtæk reynsla Ólafs Arnar á ýmiss konar vettvangi hafi þarna gert hann hæfastan í starfið. Ögmundur Jónasson: Virða skyldur að vettugi "Þetta mál hef ég ekki skoðað sérstaklega. Hitt veit ég að stjórnvöld og ríkið eru í auknum mæli farin að virða að vettugi skyldur sínar til að auglýsa störf embættismanna laus til umsóknar. Staðreyndin er sú að hin almenna regla kveður á um að það beri að auglýsa störf þótt annað sé heimilt í undantekningartilvikum. Þegar undantekningin er orðin að almennri reglu þá er illa komið," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Engar reglur gilda um ráðningu í starf forstjóra Ratsjárstofnunar. Ólafur Örn er hvorki æviráðinn né ráðinn til fimm ára. Um ráðninguna gilda þó hefðbundin ákvæði um uppsagnarfrest. Staðan hefur aldrei verið auglýst og ekki er gert ráð fyrir að hún verði auglýst eftir fimm ár. Bandaríkjamenn borga Ratsjárstofnun hefur mjög sjálfstæða stöðu í íslensku stjórnkerfi. Hún heyrir beint undir varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og hefur enga stjórn. Bandaríkjamenn fjármagna starfsemi stofnunarinnar og nemur kostnaður við reksturinn tæpum 1.400 milljónum króna samkvæmt fjárlögum árið 2005. Stofnunin er með fjórar ratsjárstöðvar; á Gunnólfsvíkurfjalli, við Keflavíkurflugvöll, í Bolungarvík og á Höfn í Hornafirði. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík. Starfsmenn eru um 80 talsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira