Fleiri fréttir Fischer safn á Selfossi Undirbúningur er hafinn að opnun Fischer-safns við Austurveg á Selfossi. Viljayfirlýsing um það var undirrituð fyrir helgi í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá einvígi aldarinnar í Reykjavík þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky tefldu í Reykjavík. Fischer Selfoss Foundation leggur til stofnfé og mun auk þess standa fyrir söfnun muna til sýningar á safninu. 14.7.2012 11:45 Þjófnaður á hótelherbergi Tilkynnt var um þjófnað í morgun á Hótel Klöpp við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Farið var inn á herbergi og taska gripin þaðan. Í töskunni voru m.a. 600 evrur og snyrtivörur. Málið hefur ekki verið upplýst og er sem stendur í rannsókn hjá lögreglu. 14.7.2012 11:33 Vilja gönguleið umhverfis flugvöll Á þriðja hundrað íbúa í Fljótsdalshéraði krefjast þess að gert verði ráð fyrir gönguleið umhverfis flugvöllinn á Egilsstöðum í nýju deiliskipulagi á svæðinu. Með gönguleiðinni opnast möguleiki fyrir útivistarfólk til að fylgjast með margbreytilegu flugi við Egilsstaðaflugvöll auk þess sem fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu. Um þessar mundir er verið að fjalla um nýtt deiliskipulag Isavia fyrir svæðið. Til að kröfurnar verði að veruleika mun nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi sveitarfélagsins og sömuleiðis fá heimild landeiganda. 14.7.2012 11:15 Sárbænir gesti Eistnaflugs að keyra varlega Á síðasta sólarhring hafa 11 verið kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Neskaupstaðar þar sem tónlistarhátíðin Eistnaflug fer fram. Sá sem hraðast ók var mældur á 135 km/klst í sunnan verðum Hólmahálsi á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Sá á í vændum mjög háa fjársekt . 14.7.2012 11:10 Grímsey trekkir að Erlendir ferðamenn sem hafa viðkomu á norðurlandi eru gjarna spenntir að heimsækja Grímsey og því hefur verið mjög líflegt í eyjunni síðustu daga. Grímsey er 40 kílómetra norður af Íslandi og Norðurheimskautsbaugurinn gengur í gegnum eyjuna norðanverða. Marga ferðamenn fýsir að komast að heimskautsbaugnum og af þeim sökum hefur verið nóg að gera hjá Flugfélaginu Norlandair, en til Grímseyjar er flogið einu sinni á dag yfir sumartímann. 14.7.2012 10:49 Bastilludagurinn er í dag Hinn svonefndi Bastilludagur, er í dag. 14. júlí er þjóðhátíðardagur Frakklands en þá minnast Frakkar árásarinnar á Bastilluna í Frönsku byltingunni. Margskyns hátíðarhöld eru víðsvegar um landið og meðal annars er herskrúðganga á Champs-Élysées í París. Það er elsta og stærsta herskrúðganga sem haldin er reglulega í allri Evrópu. Á myndinni tekur frakklandsforseti, Francois Hollande, þátt í skrúðgöngunni í morgun. 14.7.2012 10:34 Sjálfsmorðssprengjuárás í brúðkaupi Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og ríflega sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í brúðkaupsveislu í Afganistan í gær. 14.7.2012 10:27 Alþingi þarf að virða lögbundna fresti Sigurður Líndal, prófessor emeritus í lögfræði, segir þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða að markleysu ef Alþingi virðir lögbundna fresti að vettugi. 14.7.2012 10:18 Slökkvilið ræst út af suðupotti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að íbúð í Gaukshólum í Breiðholti um eittleytið í nótt. Þar hafði pottur gleymst á eldavél og lagði mikinn reyk um íbúðina. Engum varð meint af en húsráðandi var heima og óskaði eftir aðstoð við að reykræsta. Þá fór dælubíll slökkviliðsins í tvö útköll til að svipast um eftir reyk eða eld sem tilkynnt hafði verið um. Fyrst í Garðabæ og síðar í Breiðholti en í hvorugu tilfellinu reyndist nokkuð vera í gangi. 14.7.2012 10:06 "Á að einangra landið? Ef ekki, hver er þá lausnin?" Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stjórnmálaflokkana á Alþingi sem leggjast gegn aðild að ESB harðlega fyrir að vera ekki búna útskýra fyrir almenningi hvernig eigi að tryggja pólitíska og efnahagslega hagsmuni Íslands í alþjóðasamfélaginu til lengri tíma, ef það felist ekki í aðild að Evrópusambandinu. 14.7.2012 10:04 Gufubað í Nauthólsvík Til stendur að opna gufubað fyrir gesti ylstrandarinnar í Nauthólsvík og þá sem nýta sér aðstöðuna þar til sjósunds, en frá þessu er greint á forsíðu Reykjavíkur Vikublaðs í dag. Víða erlendis þekkjast slík gufuböð nálægt baðstöðum í sjó, en til þessa hafa sjósundgarpar í Nauthólsvíkinni getað nýtt sér heitar sturtur og pott í víkinni. Ekki liggur fyrir hvenær gufubaðið opnar en framkvæmdir standa yfir. 14.7.2012 10:00 Ógnaði sjúkraliði og lögreglu Maður ógnaði sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum í nótt. Tilkynning barst um að maðurinn hefði dottið en þegar lögreglan og sjúkralið kom á staðinn reyndist hann vera ómeiddur. Hann var aftur á móti mjög ölvaður eða í mikilli vímu og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar. Þá var hann með ógnandi tilburði eins og fyrr segir. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu þangað til að víman verður runnin af honum 14.7.2012 08:07 Alvarlegt slys við Selfoss Alvarlegt slys varð í umdæmi lögreglunnar á Selfossi rétt í þessu. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar á þessu stigi málsins. 14.7.2012 15:02 Skoða hvort afnema eigi þagnarskyldu hjá ríkinu Skoðað verður hvort létta eigi þagnarskyldu opinberra starfsmanna og tryggja betur vernd heimildarmanna. Þetta er á meðal þeirra atriða sem stýrihópur mennta- og menningarmálaráðherra hefur til athugunar, en hann skoðar breytingar á lagaumhverfi til að tryggja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi. 14.7.2012 09:00 Sefur rótt þótt Ármann sé hissa Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, gagnrýndi í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag að ekki væri staðið við ákvörðun fyrri meirihluta í bænum um hækkun á framlögum til foreldra barna hjá dagforeldrum. 14.7.2012 08:00 Stukku til þegar þeir sáu hús nágrannans brenna Stundum heyrum við látlausar fréttir um bruna í einbýlishúsum og hvernig slökkviliðinu hafi tekist greiðlega að slökkva eldinn. Stundum vantar þó dramatískan kafla í slíkar fréttir þar sem nágrannar leggja líf og limi að veði. Þetta var reyndin þegar eldur kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsi í Selbrekku í Kópavogi aðfaranótt 6. júlí síðastliðinn. Þegar slökkviliðið kom að höfðu þeir Erlingur Snær Erlingsson og Jón Gunnar Kristinsson þegar ráðið niðurlögum eldsins. 14.7.2012 08:00 Leiti tilboða í óskilakettina Kattavinafélag Íslands vill gera samkomulag við Kópavogsbæ varðandi óskilaketti í bænum. Á fundi bæjarráðs á fimmtudag lagði Ómar Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokks, hins vegar til að leitað yrði tilboða víðar en frá Kattavinafélaginu vegna geymslu, aflífunar og eyðingu óskilakatta. Bæjarráð vísar erindi Kattavinafélagsins til úrvinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og óskaði jafnframt eftir því að heilbrigðiseftirlitið setti reglur um gjaldtöku vegna handsömunar og geymslu óskilakatta. - gar 14.7.2012 07:00 Minjar hverfa í greipar Ægis Brýnt er að auka fjárframlög til fornleifarannsókna svo bjarga megi menjum sem greipar Ægis eru að hrifsa til sín víða um land, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur. 14.7.2012 06:00 Leyfið skal háð umhverfismati Umhverfisráðherra hefur úrskurðað að fyrirhugað laxeldi Arnarlax, sem nýverið fékk rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonna laxeldi í Arnarfirði, sé háð umhverfismati. Í apríl í fyrra hafði Skipulagsstofnun hins vegar ákveðið að laxeldið væri ekki bundið slíku mati. Fjarðarlax, sem einnig er með laxeldi í Arnarfirði, kærði þá ákvörðun Skipulagsstofnunar þar sem Fjarðarlaxmenn töldu að fyrirhugað laxeldi Arnarlax gæti haft sammögnunaráhrif, það er að segja verið ögrun við uppvöxt annarra laxa í firðinum.- jse 14.7.2012 06:00 Mestu fjöldamorðin frá upphafi átaka Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að stjórnarherinn hafi drepið á þriðja hundrað manns í bænum Tremseh í Hama-héraði í Sýrlandi á fimmtudag. Ef rétt reynist var gærdagurinn því einn sá blóðugasti í borgarastyrjöldinni í landinu. 14.7.2012 06:00 Hugðist myrða Barack Obama Dómstóll í Alabama dæmdi í gær Ulugbek Kodirov, 22 ára úsbeka, í rúmlega fimmtán ára fangelsi fyrir að skipuleggja tilræði við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Kodirov hóf að undirbúa tilræðið eftir að hann komst í samband við úsbesk hryðjuverkasamtök á netinu. Af því varð aldrei því að hann var handtekinn þegar hann reyndi að kaupa vopn af leynilögreglumanni. 14.7.2012 04:00 Grassláttur fyrir 174 milljónir lGrassláttur gengur samkvæmt áætlun í Reykjavík að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Þessa dagana er verið að fara aðra umferð af þremur yfir svæði við umferðargötur og önnur sláttutæk opin svæði. 14.7.2012 04:00 Borgin kaupi Perluna og sýni náttúruminjar Borgarráð Reykjavíkur hefur óskað eftir viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um uppsetningu náttúruminjasýningar í Perlunni. Forsendan fyrir því er að borgin kaupi Perluna af Orkuveitunni og leigi ríkinu aðstöðu til sýningar í að minnsta kosti 10 ár. 14.7.2012 04:00 Áform um kalkþörungavinnslu Kalkþörungafyrirtækin Celtic Sea Minerals og Kalkþörungafélagið, sem nú þegar reka kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, hafa uppi áform um að starfrækja aðra slíka verksmiðju á norðanverðum Vestfjörðum. 14.7.2012 02:00 Fríverslunarsamningur við Kína kláraður fyrir lok næsta árs Raunhæft er að áætla að lokið verði við gerð fríverslunarsamnings fyrir lok næsta árs, að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Tvær lotur í samningaviðræðum um fríverslunarsamninginn fara fram á þessu ári. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 13.7.2012 20:17 Merki um viðsnúning og atvinnuleysi lægra en á hinum Norðurlöndunum Aðalhagfræðingur Landsbankans segir vísbendingar um að varanlegur jákvæður viðsnúningur hafi orðið í atvinnuhorfum hér á landi. Atvinnuleysið er 4,8 prósent og hefur ekki mælst lægra frá hrunárinu 2008 og er tveimur prósentustigum lægra en það var fyrir ári. 13.7.2012 20:00 Óttast ekki að tannlæknar verði óþarfir Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir að nýtt efnasamband sem gæti leitt til þess að tannskemmdir heyri sögunni til í náinni framtíð sé mjög spennandi. Vísir sagði frá efninu í gær. Sigurður sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis ekki hafa kynnt sér efnið að öðru leyti en því sem hann hefur lesið á Netinu. Það eru tannlæknar í Chile sem hafa hannað þetta efnasamband. 13.7.2012 19:24 Breiðholtshrottar í fjögurra vikna gæsluvarðhald Gæsluvarðhald yfir mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á heimili manns í Breiðholti aðfararnótt föstudags í síðustu viku hefur verið framlengt um fjórar vikur. Mennirnir sviptu manninn, sem er á sjötugsaldri, frelsi sínu og neyddu hann með ofbeldi og hótunum til að millifæra af bankareikningi sínum inn á reikning sem þeir gáfu upp. Þá stálu þeir munum úr íbúðinni. Þeir héldu honum í sex klukkutíma á heimili hans og það var ekki fyrr en að samstarfsfólk mannsins var farið að óttast um hann og fór heim til hans að árásarmennirnir fóru af vettvangi. 13.7.2012 16:24 Lögreglan komin með rafmagnshjól Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun tvö rafmagnshjól. Hjólin verða notuð við eftirlit á hjóla- og göngustígum í umdæminu og þykir lögreglunni ekki veita af. T.d. er mikið kvartað undan rafmagnsvespum og ökumenn þeirra sagðir aka ógætilega. Við eftirlitið verður að sjálfsögðu líka fylgst með umferð annarra tækja á hjóla- og göngustígum og þeim vísað á akbrautir þegar við á. 13.7.2012 19:32 Gróf vanræksla á hryssu kærð - dýrið verður aflífað "Þetta er algjört hirðuleysi, það er ekki í lagi að gera svona,“ segir Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir Austurumdæmis en hann fékk ábendingu í morgun um verulega vanhirta hryssu í umdæminu. 13.7.2012 15:30 Tugir manna krefjast fundar með Guðbjarti Um 40 manns eru samankomnir við velferðarráðuneytið til þess að sýna Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur samstöðu. Guðbjarti Hannessyni ráðherra verður afhend ályktun til þess að krefjast þess að mál barna Hjördísar verði endurskoðuð. 13.7.2012 14:48 Hundrað þúsund ferðamenn sækja Akureyri heim í sumar Rúmlega 100 þúsund farþegar og áhafnarmeðlimir skemmtiferðaskipa heimsækja Akureyrarbæ í sumar. Bæjarstjórinn segir ferðamannaflauminn hafa mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið, en um leið er þetta afrakstur umfangsmikillar markaðssetningar. 13.7.2012 14:22 Ársreikningurinn stóðst lög Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár var í fullu samræmi við sveitastjórnarlög, samkvæmt áliti innanríkisráðuneytisins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir áliti ráðuneytisins á því hvort framsetning ársreiknings Reykjavíkurborgar væri í samræmi við ákvæði nýrra sveitastjórnarlaga sem samþykkt voru í fyrra. Málið var til umræðu á borgarráðsfundi í gær og var þá álit innanríkisráðuneytisins kynnt. 13.7.2012 14:04 Árekstur á Selfossi Árekstur varð á gatnamótum við Eyrarveg á Selfossi um hádegisbil í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um minniháttar árekstur að ræða. Engin slys urðu á fólki þó svo töluverðar skemmdir hafi orðið á bílunum. 13.7.2012 12:42 Lemúrar í útrýmingarhættu Vísindamenn óttast nú að lemúrar séu í útrýmingarhættu. Af þeim 109 tegundum lemúra sem hafa til á Madagaskar eru rúmlega 90 á barmi útrýmingar. 13.7.2012 11:57 Boðið upp á rútuferðir yfir Krossá Laugavegsmaraþonið verður haldið í sextánda sinn laugardaginn 14. júlí og af því tilefni munu staðarhaldarar í Húsadal ásamt Ársæli Haukssyni bifreiðastjóra hjá South Coast Adventure bjóða upp á aukaferðir yfir Krossá frá kl. 12 á hádegi og fram eftir degi. 13.7.2012 10:57 Heildarkvótinn í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknar Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla á næsta fiskveiðiári sem hefst í lok ágúst n.k. Ákvörðunin er nær nákvæmlega í samræmi við þá ráðgjöf sem Hafrannsóknarstofnunin kynnti í vor. 13.7.2012 10:39 Vopn Bonnie og Clyde á uppboð Skammbyssur úr eigu Bonnie og Clyde, eins frægasta glæpapars Bandaríkjanna, verða seldar á uppboði seinna á þessu ári. 13.7.2012 10:32 Kveikti eld í sumarbústaðalandi með gasbrennara Slökkvilið Borgarbyggðar þurfti að sinna eldsvoða sem logaði í trjálundi í sumarbústaðahverfi í landi Stóra-Fjalls um klukkan hálf fimm í gær. 13.7.2012 09:59 Vatnsflóð valda náttúruhamförum á Grænlandi Óeðlilegt hlýtt veðurfar á Grænlandi hefur leitt til náttúruhamfara í bænum Kangerlussuag við Syðri Straumfjörð þar sem alþjóðaflugvöllur landsins er staðsettur. 13.7.2012 08:57 Segja nær 200 borgara myrta af sýrlenska stjórnarhernum Fregnir hafa borist af því að allt að 200 almennir borgarar hafi verið myrtir af sýrlenska stjórnarhernum í þropinu Tremseh í héraðinu Hama í gær. 13.7.2012 06:37 Þrír teknir eftir þjófnað úr matvöruverslun Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt en um kvöldmatarleytið barst henni tilkynning um að þrír menn hefðu stolið úr matvöruverslun í austurborginni. 13.7.2012 06:33 Tveir teknir með skotvopn í fórum sínum Um hálf tvöleytið í nótt stöðvaði lögreglan bifreið þar sem grunur lék á að fólkið um borð væri með skotvopn á sér. Karlmaður um tvítugt sem var í bifreiðinni var með loftbyssu og skotvopn sem henni fylgdu en ekki er vitað hvað hann ætlaði sér með vopnið. Hann afsalaði sér byssunni og var laus að skýrslutöku lokinni. 13.7.2012 06:31 Segja fjármál borgarinnar þarfnast frekari skoðunar Fjármál Reykjavíkurborgar þarfnast frekari skoðunar að mati eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, sem hefur yfirfarið ársreikning borgarinanr fyrir árið 2011 ásamt fjárhæsgáætlun fyrir árið 2012 og 2013. 13.7.2012 17:24 Bretland birtir skjöl um geimverur Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur birt tæplega sjö þúsund skjöl en í þeim má finna frásagnir af fólki sem telur sig hafa haft kynni af geimverum og öðrum furðuverum. 13.7.2012 16:58 Sjá næstu 50 fréttir
Fischer safn á Selfossi Undirbúningur er hafinn að opnun Fischer-safns við Austurveg á Selfossi. Viljayfirlýsing um það var undirrituð fyrir helgi í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá einvígi aldarinnar í Reykjavík þar sem Bobby Fischer og Boris Spassky tefldu í Reykjavík. Fischer Selfoss Foundation leggur til stofnfé og mun auk þess standa fyrir söfnun muna til sýningar á safninu. 14.7.2012 11:45
Þjófnaður á hótelherbergi Tilkynnt var um þjófnað í morgun á Hótel Klöpp við Klapparstíg í miðborg Reykjavíkur. Farið var inn á herbergi og taska gripin þaðan. Í töskunni voru m.a. 600 evrur og snyrtivörur. Málið hefur ekki verið upplýst og er sem stendur í rannsókn hjá lögreglu. 14.7.2012 11:33
Vilja gönguleið umhverfis flugvöll Á þriðja hundrað íbúa í Fljótsdalshéraði krefjast þess að gert verði ráð fyrir gönguleið umhverfis flugvöllinn á Egilsstöðum í nýju deiliskipulagi á svæðinu. Með gönguleiðinni opnast möguleiki fyrir útivistarfólk til að fylgjast með margbreytilegu flugi við Egilsstaðaflugvöll auk þess sem fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu. Um þessar mundir er verið að fjalla um nýtt deiliskipulag Isavia fyrir svæðið. Til að kröfurnar verði að veruleika mun nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi sveitarfélagsins og sömuleiðis fá heimild landeiganda. 14.7.2012 11:15
Sárbænir gesti Eistnaflugs að keyra varlega Á síðasta sólarhring hafa 11 verið kærðir fyrir of hraðan akstur í nágrenni Neskaupstaðar þar sem tónlistarhátíðin Eistnaflug fer fram. Sá sem hraðast ók var mældur á 135 km/klst í sunnan verðum Hólmahálsi á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Sá á í vændum mjög háa fjársekt . 14.7.2012 11:10
Grímsey trekkir að Erlendir ferðamenn sem hafa viðkomu á norðurlandi eru gjarna spenntir að heimsækja Grímsey og því hefur verið mjög líflegt í eyjunni síðustu daga. Grímsey er 40 kílómetra norður af Íslandi og Norðurheimskautsbaugurinn gengur í gegnum eyjuna norðanverða. Marga ferðamenn fýsir að komast að heimskautsbaugnum og af þeim sökum hefur verið nóg að gera hjá Flugfélaginu Norlandair, en til Grímseyjar er flogið einu sinni á dag yfir sumartímann. 14.7.2012 10:49
Bastilludagurinn er í dag Hinn svonefndi Bastilludagur, er í dag. 14. júlí er þjóðhátíðardagur Frakklands en þá minnast Frakkar árásarinnar á Bastilluna í Frönsku byltingunni. Margskyns hátíðarhöld eru víðsvegar um landið og meðal annars er herskrúðganga á Champs-Élysées í París. Það er elsta og stærsta herskrúðganga sem haldin er reglulega í allri Evrópu. Á myndinni tekur frakklandsforseti, Francois Hollande, þátt í skrúðgöngunni í morgun. 14.7.2012 10:34
Sjálfsmorðssprengjuárás í brúðkaupi Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og ríflega sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í brúðkaupsveislu í Afganistan í gær. 14.7.2012 10:27
Alþingi þarf að virða lögbundna fresti Sigurður Líndal, prófessor emeritus í lögfræði, segir þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða að markleysu ef Alþingi virðir lögbundna fresti að vettugi. 14.7.2012 10:18
Slökkvilið ræst út af suðupotti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að íbúð í Gaukshólum í Breiðholti um eittleytið í nótt. Þar hafði pottur gleymst á eldavél og lagði mikinn reyk um íbúðina. Engum varð meint af en húsráðandi var heima og óskaði eftir aðstoð við að reykræsta. Þá fór dælubíll slökkviliðsins í tvö útköll til að svipast um eftir reyk eða eld sem tilkynnt hafði verið um. Fyrst í Garðabæ og síðar í Breiðholti en í hvorugu tilfellinu reyndist nokkuð vera í gangi. 14.7.2012 10:06
"Á að einangra landið? Ef ekki, hver er þá lausnin?" Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stjórnmálaflokkana á Alþingi sem leggjast gegn aðild að ESB harðlega fyrir að vera ekki búna útskýra fyrir almenningi hvernig eigi að tryggja pólitíska og efnahagslega hagsmuni Íslands í alþjóðasamfélaginu til lengri tíma, ef það felist ekki í aðild að Evrópusambandinu. 14.7.2012 10:04
Gufubað í Nauthólsvík Til stendur að opna gufubað fyrir gesti ylstrandarinnar í Nauthólsvík og þá sem nýta sér aðstöðuna þar til sjósunds, en frá þessu er greint á forsíðu Reykjavíkur Vikublaðs í dag. Víða erlendis þekkjast slík gufuböð nálægt baðstöðum í sjó, en til þessa hafa sjósundgarpar í Nauthólsvíkinni getað nýtt sér heitar sturtur og pott í víkinni. Ekki liggur fyrir hvenær gufubaðið opnar en framkvæmdir standa yfir. 14.7.2012 10:00
Ógnaði sjúkraliði og lögreglu Maður ógnaði sjúkraflutningamönnum og lögreglumönnum í nótt. Tilkynning barst um að maðurinn hefði dottið en þegar lögreglan og sjúkralið kom á staðinn reyndist hann vera ómeiddur. Hann var aftur á móti mjög ölvaður eða í mikilli vímu og neitaði að gefa upp persónuupplýsingar. Þá var hann með ógnandi tilburði eins og fyrr segir. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu þangað til að víman verður runnin af honum 14.7.2012 08:07
Alvarlegt slys við Selfoss Alvarlegt slys varð í umdæmi lögreglunnar á Selfossi rétt í þessu. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar á þessu stigi málsins. 14.7.2012 15:02
Skoða hvort afnema eigi þagnarskyldu hjá ríkinu Skoðað verður hvort létta eigi þagnarskyldu opinberra starfsmanna og tryggja betur vernd heimildarmanna. Þetta er á meðal þeirra atriða sem stýrihópur mennta- og menningarmálaráðherra hefur til athugunar, en hann skoðar breytingar á lagaumhverfi til að tryggja betur tjáningar- og upplýsingafrelsi. 14.7.2012 09:00
Sefur rótt þótt Ármann sé hissa Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, gagnrýndi í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag að ekki væri staðið við ákvörðun fyrri meirihluta í bænum um hækkun á framlögum til foreldra barna hjá dagforeldrum. 14.7.2012 08:00
Stukku til þegar þeir sáu hús nágrannans brenna Stundum heyrum við látlausar fréttir um bruna í einbýlishúsum og hvernig slökkviliðinu hafi tekist greiðlega að slökkva eldinn. Stundum vantar þó dramatískan kafla í slíkar fréttir þar sem nágrannar leggja líf og limi að veði. Þetta var reyndin þegar eldur kom upp í tveggja hæða íbúðarhúsi í Selbrekku í Kópavogi aðfaranótt 6. júlí síðastliðinn. Þegar slökkviliðið kom að höfðu þeir Erlingur Snær Erlingsson og Jón Gunnar Kristinsson þegar ráðið niðurlögum eldsins. 14.7.2012 08:00
Leiti tilboða í óskilakettina Kattavinafélag Íslands vill gera samkomulag við Kópavogsbæ varðandi óskilaketti í bænum. Á fundi bæjarráðs á fimmtudag lagði Ómar Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokks, hins vegar til að leitað yrði tilboða víðar en frá Kattavinafélaginu vegna geymslu, aflífunar og eyðingu óskilakatta. Bæjarráð vísar erindi Kattavinafélagsins til úrvinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og óskaði jafnframt eftir því að heilbrigðiseftirlitið setti reglur um gjaldtöku vegna handsömunar og geymslu óskilakatta. - gar 14.7.2012 07:00
Minjar hverfa í greipar Ægis Brýnt er að auka fjárframlög til fornleifarannsókna svo bjarga megi menjum sem greipar Ægis eru að hrifsa til sín víða um land, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur. 14.7.2012 06:00
Leyfið skal háð umhverfismati Umhverfisráðherra hefur úrskurðað að fyrirhugað laxeldi Arnarlax, sem nýverið fékk rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonna laxeldi í Arnarfirði, sé háð umhverfismati. Í apríl í fyrra hafði Skipulagsstofnun hins vegar ákveðið að laxeldið væri ekki bundið slíku mati. Fjarðarlax, sem einnig er með laxeldi í Arnarfirði, kærði þá ákvörðun Skipulagsstofnunar þar sem Fjarðarlaxmenn töldu að fyrirhugað laxeldi Arnarlax gæti haft sammögnunaráhrif, það er að segja verið ögrun við uppvöxt annarra laxa í firðinum.- jse 14.7.2012 06:00
Mestu fjöldamorðin frá upphafi átaka Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að stjórnarherinn hafi drepið á þriðja hundrað manns í bænum Tremseh í Hama-héraði í Sýrlandi á fimmtudag. Ef rétt reynist var gærdagurinn því einn sá blóðugasti í borgarastyrjöldinni í landinu. 14.7.2012 06:00
Hugðist myrða Barack Obama Dómstóll í Alabama dæmdi í gær Ulugbek Kodirov, 22 ára úsbeka, í rúmlega fimmtán ára fangelsi fyrir að skipuleggja tilræði við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Kodirov hóf að undirbúa tilræðið eftir að hann komst í samband við úsbesk hryðjuverkasamtök á netinu. Af því varð aldrei því að hann var handtekinn þegar hann reyndi að kaupa vopn af leynilögreglumanni. 14.7.2012 04:00
Grassláttur fyrir 174 milljónir lGrassláttur gengur samkvæmt áætlun í Reykjavík að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Þessa dagana er verið að fara aðra umferð af þremur yfir svæði við umferðargötur og önnur sláttutæk opin svæði. 14.7.2012 04:00
Borgin kaupi Perluna og sýni náttúruminjar Borgarráð Reykjavíkur hefur óskað eftir viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um uppsetningu náttúruminjasýningar í Perlunni. Forsendan fyrir því er að borgin kaupi Perluna af Orkuveitunni og leigi ríkinu aðstöðu til sýningar í að minnsta kosti 10 ár. 14.7.2012 04:00
Áform um kalkþörungavinnslu Kalkþörungafyrirtækin Celtic Sea Minerals og Kalkþörungafélagið, sem nú þegar reka kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, hafa uppi áform um að starfrækja aðra slíka verksmiðju á norðanverðum Vestfjörðum. 14.7.2012 02:00
Fríverslunarsamningur við Kína kláraður fyrir lok næsta árs Raunhæft er að áætla að lokið verði við gerð fríverslunarsamnings fyrir lok næsta árs, að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Tvær lotur í samningaviðræðum um fríverslunarsamninginn fara fram á þessu ári. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. 13.7.2012 20:17
Merki um viðsnúning og atvinnuleysi lægra en á hinum Norðurlöndunum Aðalhagfræðingur Landsbankans segir vísbendingar um að varanlegur jákvæður viðsnúningur hafi orðið í atvinnuhorfum hér á landi. Atvinnuleysið er 4,8 prósent og hefur ekki mælst lægra frá hrunárinu 2008 og er tveimur prósentustigum lægra en það var fyrir ári. 13.7.2012 20:00
Óttast ekki að tannlæknar verði óþarfir Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir að nýtt efnasamband sem gæti leitt til þess að tannskemmdir heyri sögunni til í náinni framtíð sé mjög spennandi. Vísir sagði frá efninu í gær. Sigurður sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis ekki hafa kynnt sér efnið að öðru leyti en því sem hann hefur lesið á Netinu. Það eru tannlæknar í Chile sem hafa hannað þetta efnasamband. 13.7.2012 19:24
Breiðholtshrottar í fjögurra vikna gæsluvarðhald Gæsluvarðhald yfir mönnum sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á heimili manns í Breiðholti aðfararnótt föstudags í síðustu viku hefur verið framlengt um fjórar vikur. Mennirnir sviptu manninn, sem er á sjötugsaldri, frelsi sínu og neyddu hann með ofbeldi og hótunum til að millifæra af bankareikningi sínum inn á reikning sem þeir gáfu upp. Þá stálu þeir munum úr íbúðinni. Þeir héldu honum í sex klukkutíma á heimili hans og það var ekki fyrr en að samstarfsfólk mannsins var farið að óttast um hann og fór heim til hans að árásarmennirnir fóru af vettvangi. 13.7.2012 16:24
Lögreglan komin með rafmagnshjól Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið í notkun tvö rafmagnshjól. Hjólin verða notuð við eftirlit á hjóla- og göngustígum í umdæminu og þykir lögreglunni ekki veita af. T.d. er mikið kvartað undan rafmagnsvespum og ökumenn þeirra sagðir aka ógætilega. Við eftirlitið verður að sjálfsögðu líka fylgst með umferð annarra tækja á hjóla- og göngustígum og þeim vísað á akbrautir þegar við á. 13.7.2012 19:32
Gróf vanræksla á hryssu kærð - dýrið verður aflífað "Þetta er algjört hirðuleysi, það er ekki í lagi að gera svona,“ segir Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir Austurumdæmis en hann fékk ábendingu í morgun um verulega vanhirta hryssu í umdæminu. 13.7.2012 15:30
Tugir manna krefjast fundar með Guðbjarti Um 40 manns eru samankomnir við velferðarráðuneytið til þess að sýna Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur samstöðu. Guðbjarti Hannessyni ráðherra verður afhend ályktun til þess að krefjast þess að mál barna Hjördísar verði endurskoðuð. 13.7.2012 14:48
Hundrað þúsund ferðamenn sækja Akureyri heim í sumar Rúmlega 100 þúsund farþegar og áhafnarmeðlimir skemmtiferðaskipa heimsækja Akureyrarbæ í sumar. Bæjarstjórinn segir ferðamannaflauminn hafa mikla þýðingu fyrir bæjarfélagið, en um leið er þetta afrakstur umfangsmikillar markaðssetningar. 13.7.2012 14:22
Ársreikningurinn stóðst lög Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár var í fullu samræmi við sveitastjórnarlög, samkvæmt áliti innanríkisráðuneytisins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir áliti ráðuneytisins á því hvort framsetning ársreiknings Reykjavíkurborgar væri í samræmi við ákvæði nýrra sveitastjórnarlaga sem samþykkt voru í fyrra. Málið var til umræðu á borgarráðsfundi í gær og var þá álit innanríkisráðuneytisins kynnt. 13.7.2012 14:04
Árekstur á Selfossi Árekstur varð á gatnamótum við Eyrarveg á Selfossi um hádegisbil í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um minniháttar árekstur að ræða. Engin slys urðu á fólki þó svo töluverðar skemmdir hafi orðið á bílunum. 13.7.2012 12:42
Lemúrar í útrýmingarhættu Vísindamenn óttast nú að lemúrar séu í útrýmingarhættu. Af þeim 109 tegundum lemúra sem hafa til á Madagaskar eru rúmlega 90 á barmi útrýmingar. 13.7.2012 11:57
Boðið upp á rútuferðir yfir Krossá Laugavegsmaraþonið verður haldið í sextánda sinn laugardaginn 14. júlí og af því tilefni munu staðarhaldarar í Húsadal ásamt Ársæli Haukssyni bifreiðastjóra hjá South Coast Adventure bjóða upp á aukaferðir yfir Krossá frá kl. 12 á hádegi og fram eftir degi. 13.7.2012 10:57
Heildarkvótinn í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknar Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla á næsta fiskveiðiári sem hefst í lok ágúst n.k. Ákvörðunin er nær nákvæmlega í samræmi við þá ráðgjöf sem Hafrannsóknarstofnunin kynnti í vor. 13.7.2012 10:39
Vopn Bonnie og Clyde á uppboð Skammbyssur úr eigu Bonnie og Clyde, eins frægasta glæpapars Bandaríkjanna, verða seldar á uppboði seinna á þessu ári. 13.7.2012 10:32
Kveikti eld í sumarbústaðalandi með gasbrennara Slökkvilið Borgarbyggðar þurfti að sinna eldsvoða sem logaði í trjálundi í sumarbústaðahverfi í landi Stóra-Fjalls um klukkan hálf fimm í gær. 13.7.2012 09:59
Vatnsflóð valda náttúruhamförum á Grænlandi Óeðlilegt hlýtt veðurfar á Grænlandi hefur leitt til náttúruhamfara í bænum Kangerlussuag við Syðri Straumfjörð þar sem alþjóðaflugvöllur landsins er staðsettur. 13.7.2012 08:57
Segja nær 200 borgara myrta af sýrlenska stjórnarhernum Fregnir hafa borist af því að allt að 200 almennir borgarar hafi verið myrtir af sýrlenska stjórnarhernum í þropinu Tremseh í héraðinu Hama í gær. 13.7.2012 06:37
Þrír teknir eftir þjófnað úr matvöruverslun Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt en um kvöldmatarleytið barst henni tilkynning um að þrír menn hefðu stolið úr matvöruverslun í austurborginni. 13.7.2012 06:33
Tveir teknir með skotvopn í fórum sínum Um hálf tvöleytið í nótt stöðvaði lögreglan bifreið þar sem grunur lék á að fólkið um borð væri með skotvopn á sér. Karlmaður um tvítugt sem var í bifreiðinni var með loftbyssu og skotvopn sem henni fylgdu en ekki er vitað hvað hann ætlaði sér með vopnið. Hann afsalaði sér byssunni og var laus að skýrslutöku lokinni. 13.7.2012 06:31
Segja fjármál borgarinnar þarfnast frekari skoðunar Fjármál Reykjavíkurborgar þarfnast frekari skoðunar að mati eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, sem hefur yfirfarið ársreikning borgarinanr fyrir árið 2011 ásamt fjárhæsgáætlun fyrir árið 2012 og 2013. 13.7.2012 17:24
Bretland birtir skjöl um geimverur Varnarmálaráðuneyti Bretlands hefur birt tæplega sjö þúsund skjöl en í þeim má finna frásagnir af fólki sem telur sig hafa haft kynni af geimverum og öðrum furðuverum. 13.7.2012 16:58