Innlent

Grassláttur fyrir 174 milljónir

Sláttartímabilið í Reykjavík er 25. maí til 20. ágúst.
Sláttartímabilið í Reykjavík er 25. maí til 20. ágúst.
lGrassláttur gengur samkvæmt áætlun í Reykjavík að því er segir í tilkynningu frá borginni. „Þessa dagana er verið að fara aðra umferð af þremur yfir svæði við umferðargötur og önnur sláttutæk opin svæði.

Á fjölförnum stöðum í miðborginni og í skrúðgörðum Reykjavíkurborgar er grasið slegið vikulega allt sumarið,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að kostnaður við sláttinn í ár sé áætlaður um 174 milljónir króna.

„Fyrir þremur árum var dregið úr slætti vegna breyttrar forgangsröðunar á verkefnum hjá Reykjavíkurborg og sparnaðar, en í ár og í fyrra voru fjárveitingar hækkaðar á ný til að halda uppi þjónustustigi.“ - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×