Innlent

Leiti tilboða í óskilakettina

Umstang fylgir óskilaköttum.
Umstang fylgir óskilaköttum.
Kattavinafélag Íslands vill gera samkomulag við Kópavogsbæ varðandi óskilaketti í bænum. Á fundi bæjarráðs á fimmtudag lagði Ómar Stefánsson, fulltrúi Framsóknarflokks, hins vegar til að leitað yrði tilboða víðar en frá Kattavinafélaginu vegna geymslu, aflífunar og eyðingu óskilakatta. Bæjarráð vísar erindi Kattavinafélagsins til úrvinnslu hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og óskaði jafnframt eftir því að heilbrigðiseftirlitið setti reglur um gjaldtöku vegna handsömunar og geymslu óskilakatta. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×