Erlent

Sjálfsmorðssprengjuárás í brúðkaupi

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Hermaður í Afganistan.
Hermaður í Afganistan.
Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og ríflega sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í brúðkaupsveislu í Afganistan í gær.

Á meðal þeirra sem létu lífið var faðir brúðarinnar sem er vel þekktur stjórnmálamaður í Afganistan. Hann hefur setið á þingi fyrir þjóðernisflokk og verið dyggur stuðningsmaður Hamid Karzai forseta landsins. Þá hefur flokkur hans hefur verið öflugur í baráttunni gegn talibönum

Árásamaðurinn dulbjó sig sem veislugest og faðmaði þingmanninn áður en hann sprengdi sig í loft upp.

Þá létu einnig lífi í sprengingunni margir háttsettir embættismenn sem voru í veislunni. Þeirra á meðal yfirmaður leyniþjónustunnar á svæðinu.

Brúðkaupið var haldið í héraðnum Samangan héraðinu sem er í norðurhluta landsins. Það svæði hefur verið talið nokkuð friðsælt miðað við austur og suðurhluta lansins.

Enginn hefur enn lýst yfir ábyrð á árásinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×