Erlent

Vopn Bonnie og Clyde á uppboð

Bonnie og Clyde
Bonnie og Clyde mynd/AFP
Skammbyssur úr eigu Bonnie og Clyde, eins frægasta glæpapars Bandaríkjanna, verða seldar á uppboði seinna á þessu ári.

Vopnin fundust á parinu stuttu eftir að þau voru skotin til bana af lögreglumönnum í Louisiana, fyrir hartnær 80 árum.

Bonnie notaðist við 39 kalíbera marghleypu á meðan unnusti hennar vildi heldur nota 45 kalíbera skammbyssu.

Búist er við að byssurnar verði seldar á um 300 þúsund dollara.

Þá verða einnig aðrir munir úr eigu Bonnie seldir. Þar á meðal er förðunartaska sem fannst í bíl þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×