Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Agnar Már Másson skrifar 15. ágúst 2025 13:48 Ökumaðurinn beygði þvert yfir, eins og hann gerði sér ekki grein fyrir því að á móti honum æki bíll á nítíu kílómetra hraða. Skjáskot Hjónum á Hellu brá í brún þegar annar ökumaður begyði skyndilega fyrir þau á Suðurlandsvegi. Sjálfstýringin í bílnum þeirra kom þeim til bjargar en litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. „Þetta var alveg rosalegt,“ segir Orri Ragnar Árnason Amin um atvikið en hann og eiginkonan voru að aka heim til sín á Hellu í gær, fimmtudag, þegar annar ökumaður beygði skyndilega þvert yfir veginn við gatnamótin að Gunnarsholti. „Hann kemur bara keyrandi og beygir beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir Orri í samtali við Vísi en Mannlíf greindi fyrst frá glannaakstrinum. Hjónin aka um á Teslu og var bíllinn stilltur á sjálfstýringu á nítján kílómetra hraða en Orri Ragnar segir að ef ekki hefði verið fyrir sjálfvirk viðbrögð bílsins hefði farið verr. „Það hefur aldrei reynt á þetta áður,“ segir hann. „Ég vissi ekki að það virkaði svona vel.“ Orri segir greinilegt að um ferðamenn hafi verið að ræða. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti vegur landsins, einkum vegna fjölda ferðamanna sem sækja Suðurlandið heim. Bendir hann á að oft hafi borið á því að ferðamenn skilji einfaldlega ekki umferðarlög. „Að fylgjast með þessu fólki á bílastæðum, það beygir bara inn þar sem því dettur í hug og fram eftir götunum,“ segir Orri. „Við vorum bara að koma heim á Hellu og erum með bílinn stilltan á átópilot á nítíu, við komum.“ Hann segir að auka þurfi fræðslu á bílaleigum en ganga úr skugga um að fólk sé með réttindi til aksturs áður en það fær að leiga út bíl. „Það þarf að fara hreinlega yfir það hvort fólk sé með gild ökuréttindi,“ segir Orri. Bendir hann á að réttindalausir Íslendingar geti auðveldlega fengið að leigja bíl erlendis og hann veltir því fyrir sér hvort það sé jafnauðvelt hér á landi. Bendir hann auk þess á að ökukennsla sé mismunandi og misgóð eftir löndum og í löndum eins og í löndum eins og Kína sé oft ekki gert ráð fyrir að fólk aki á landsbyggðarvegum. „Þetta er alveg svakalegt.“ Bílaleigur Rangárþing ytra Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
„Þetta var alveg rosalegt,“ segir Orri Ragnar Árnason Amin um atvikið en hann og eiginkonan voru að aka heim til sín á Hellu í gær, fimmtudag, þegar annar ökumaður beygði skyndilega þvert yfir veginn við gatnamótin að Gunnarsholti. „Hann kemur bara keyrandi og beygir beint fyrir framan nefið á okkur,“ segir Orri í samtali við Vísi en Mannlíf greindi fyrst frá glannaakstrinum. Hjónin aka um á Teslu og var bíllinn stilltur á sjálfstýringu á nítján kílómetra hraða en Orri Ragnar segir að ef ekki hefði verið fyrir sjálfvirk viðbrögð bílsins hefði farið verr. „Það hefur aldrei reynt á þetta áður,“ segir hann. „Ég vissi ekki að það virkaði svona vel.“ Orri segir greinilegt að um ferðamenn hafi verið að ræða. Suðurlandsvegur er einn fjölfarnasti vegur landsins, einkum vegna fjölda ferðamanna sem sækja Suðurlandið heim. Bendir hann á að oft hafi borið á því að ferðamenn skilji einfaldlega ekki umferðarlög. „Að fylgjast með þessu fólki á bílastæðum, það beygir bara inn þar sem því dettur í hug og fram eftir götunum,“ segir Orri. „Við vorum bara að koma heim á Hellu og erum með bílinn stilltan á átópilot á nítíu, við komum.“ Hann segir að auka þurfi fræðslu á bílaleigum en ganga úr skugga um að fólk sé með réttindi til aksturs áður en það fær að leiga út bíl. „Það þarf að fara hreinlega yfir það hvort fólk sé með gild ökuréttindi,“ segir Orri. Bendir hann á að réttindalausir Íslendingar geti auðveldlega fengið að leigja bíl erlendis og hann veltir því fyrir sér hvort það sé jafnauðvelt hér á landi. Bendir hann auk þess á að ökukennsla sé mismunandi og misgóð eftir löndum og í löndum eins og í löndum eins og Kína sé oft ekki gert ráð fyrir að fólk aki á landsbyggðarvegum. „Þetta er alveg svakalegt.“
Bílaleigur Rangárþing ytra Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira