Innlent

Grímsey trekkir að

BBI skrifar
Erlendir ferðamenn sem hafa viðkomu á norðurlandi eru gjarna spenntir að heimsækja Grímsey og því hefur verið mjög líflegt í eyjunni síðustu daga. Grímsey er 40 kílómetra norður af Íslandi og Norðurheimskautsbaugurinn gengur í gegnum eyjuna norðanverða. Marga ferðamenn fýsir að komast að heimskautsbaugnum og af þeim sökum hefur verið nóg að gera hjá Flugfélaginu Norlandair, en til Grímseyjar er flogið einu sinni á dag yfir sumartímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×