Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. ágúst 2025 13:25 Kristján Ingi segir rannsóknina á mjög viðkvæmu stigi. Vísir/Einar Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. Hann segir barnið hafa greint foreldrum sínum frá kynferðisbrotinu á þriðjudag og það strax hafa komið á borð lögreglu. „Þetta upplýsist á því að barn segir foreldrum sínum og foreldrar hafa samband við lögreglu.“ Til skoðunar hvort brotið hafi verið á fleiri börnum Hvort um sé að ræða stakt brot eða nokkur segist Kristján ekki geta sagt til um það á þessu stigi máls. „Það er verið að kanna hvort um fleiri brot sé að ræða og hvort mögulega fleiri börn hafi orðið fyrir þessu,“ segir Kristján Ingi. „Það er alltaf skoðað þegar brot koma almennt gegn börnum. Þá er alltaf skoðað hvort viðkomandi aðili gæti hafa brotið gegn fleiri börnum.“ Hvenær er brotið eða brotin framin? „Það sem við vitum á þessu stigi máls er að grunur kemur upp síðastliðinn þriðjudag og í kjölfarið var umræddur maður handtekinn og gripið til viðeigandi ráðstafana,“ segir Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun lögregla hafa tekið skýrslu af nokkrum börnum í tengslum við málið en skýrslutökur yfir börnum fara yfirleitt fram í Barnahúsi. Maðurinn var á miðvikudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Karlmaðurinn er á þrítugsaldri og samkvæmt heimildum fréttastofu játaði hann brotið við skýrslutöku hjá lögreglu. Kristján segist ekki geta greint frá hvað hefur komið fram við skýrslutökur. Rannsóknin sé alveg á frumstigi. Borgin harmar málið Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu foreldrar barna á leikskólanum bréf frá skóla- og frístundasviði borgarinnar í morgun þar sem þau voru upplýst um málið. Í yfirlýsingu til fréttastofu harmar skóla- og frístundasvið málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var brotið framið á leikskólanum Múlaborg í Ármúla.Vísir/Anton Brink Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögregla fari með rannsókn málsins og að borgin muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða við rannsóknina. „Mannauðsþjónusta skóla- og frístundasviðs vinnur með og veitir starfsfólki viðeigandi aðstoð. Við erum í samstarfi við barnaverndaryfirvöld sem koma inn með sína sérfræðiþekkingu til að styðja við börn og foreldra. Við óskum eftir að fjölmiðlar gefi fjölskyldum og starfsfólki frið og lögreglu svigrúm til að vinna að rannsókn málsins. Allar frekari upplýsingar fara í gegnum lögreglu,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu. Hann segir barnið hafa greint foreldrum sínum frá kynferðisbrotinu á þriðjudag og það strax hafa komið á borð lögreglu. „Þetta upplýsist á því að barn segir foreldrum sínum og foreldrar hafa samband við lögreglu.“ Til skoðunar hvort brotið hafi verið á fleiri börnum Hvort um sé að ræða stakt brot eða nokkur segist Kristján ekki geta sagt til um það á þessu stigi máls. „Það er verið að kanna hvort um fleiri brot sé að ræða og hvort mögulega fleiri börn hafi orðið fyrir þessu,“ segir Kristján Ingi. „Það er alltaf skoðað þegar brot koma almennt gegn börnum. Þá er alltaf skoðað hvort viðkomandi aðili gæti hafa brotið gegn fleiri börnum.“ Hvenær er brotið eða brotin framin? „Það sem við vitum á þessu stigi máls er að grunur kemur upp síðastliðinn þriðjudag og í kjölfarið var umræddur maður handtekinn og gripið til viðeigandi ráðstafana,“ segir Kristján. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun lögregla hafa tekið skýrslu af nokkrum börnum í tengslum við málið en skýrslutökur yfir börnum fara yfirleitt fram í Barnahúsi. Maðurinn var á miðvikudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Karlmaðurinn er á þrítugsaldri og samkvæmt heimildum fréttastofu játaði hann brotið við skýrslutöku hjá lögreglu. Kristján segist ekki geta greint frá hvað hefur komið fram við skýrslutökur. Rannsóknin sé alveg á frumstigi. Borgin harmar málið Samkvæmt heimildum fréttastofu fengu foreldrar barna á leikskólanum bréf frá skóla- og frístundasviði borgarinnar í morgun þar sem þau voru upplýst um málið. Í yfirlýsingu til fréttastofu harmar skóla- og frístundasvið málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var brotið framið á leikskólanum Múlaborg í Ármúla.Vísir/Anton Brink Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að lögregla fari með rannsókn málsins og að borgin muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða við rannsóknina. „Mannauðsþjónusta skóla- og frístundasviðs vinnur með og veitir starfsfólki viðeigandi aðstoð. Við erum í samstarfi við barnaverndaryfirvöld sem koma inn með sína sérfræðiþekkingu til að styðja við börn og foreldra. Við óskum eftir að fjölmiðlar gefi fjölskyldum og starfsfólki frið og lögreglu svigrúm til að vinna að rannsókn málsins. Allar frekari upplýsingar fara í gegnum lögreglu,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira