Innlent

Óttast ekki að tannlæknar verði óþarfir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður óttast ekki að nýja efnið geri tannlækna óþarfa.
Sigurður óttast ekki að nýja efnið geri tannlækna óþarfa. mynd/ hari.
Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir að nýtt efnasamband sem gæti leitt til þess að tannskemmdir heyri sögunni til í náinni framtíð sé mjög spennandi. Vísir sagði frá efninu í gær. Sigurður sagðist í samtali við Reykjavík síðdegis ekki hafa kynnt sér efnið að öðru leyti en því sem hann hefur lesið á Netinu. Það eru tannlæknar í Chile sem hafa hannað þetta efnasamband.

„Við vitum ósköp lítð um þetta, en þetta er mjög áhugavert og það er vonandi að þetta gangi upp. Það er hægt að nota þetta sem hjálparmeðal í baráttunni," segir Sigurður. Hann segir þó ekki líkur á því að þetta efni geri tannlækna óþarfa. „Það þarf alltaf að fylgjast með tönnunum og athuga hvort þær séu í lagi og hreinsa þær," segir Sigurður.

Sigurður segir að tannskemmdir séu sá sjúkdómur sem hrjái mannkyn hvað mest. En við gætum komið í veg fyrir hann með því að hirða tennurnar vel, bursta og nota tannþráð og þar fram eftir götunum," segir Sigurður. Hann segir að tannheilsan sé miklu betri en hún var fyrir 20-30 árum. Aftur á móti hafi þróunin ekki verið til batnaðar á síðustu fimm til tíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×