Erlent

Segja nær 200 borgara myrta af sýrlenska stjórnarhernum

Fregnir hafa borist af því að allt að 200 almennir borgarar hafi verið myrtir af sýrlenska stjórnarhernum í þropinu Tremseh í héraðinu Hama í gær.

Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að herinn hafi ráðist á þorpið með árásarþyrlum og skriðdrekum. Vígamenn hliðhollir stjórnarhernum hafi síðan farið um þorpið og myrt alla sem þeir fundu þar á lífi.

Fjölmiðlar í eigu hins opinbera í Sýrlandi segja hinsvegar að hryðjuverkamenn hafi staðið að baki þessum fjöldamorðum í þorpinu.

Fáist þetta staðfest er um mesta einstaka blóðbaðið að ræða í átökunum í Sýrlandi hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×