Innlent

Heildarkvótinn í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknar

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla á næsta fiskveiðiári sem hefst í lok ágúst n.k. Ákvörðunin er nær nákvæmlega í samræmi við þá ráðgjöf sem Hafrannsóknarstofnunin kynnti í vor.

Í tilkynningu frá ráðnuneytinu segir að almennt sé ástand fiskistofna landsins gott og betra en hjá mörgum þjóðum. Þorskstofninn er á uppleið og eykst þorskkvótinn í tæp 200.000 tonn eins og Hafrannsókn lagði til. Aflaaukningin í þorski ein og sér er talin skila þjóðarbúinu um 10 milljörðum kr.

Það eru hinsvegar stofnar eins og ýsa, steinbítur og skötuselur þar sem dregið er verulega úr sókn. Ýsukvótinn er þannig 36.000 tonn sem er aðeins 40% þess kvóta sem gefinn var út fyrir fimm árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×