Innlent

Vilja gönguleið umhverfis flugvöll

BBI skrifar
Á þriðja hundrað íbúa í Fljótsdalshéraði krefjast þess að gert verði ráð fyrir gönguleið umhverfis flugvöllinn á Egilsstöðum í nýju deiliskipulagi á svæðinu. Með gönguleiðinni opnast möguleiki fyrir útivistarfólk til að fylgjast með margbreytilegu flugi við Egilsstaðaflugvöll auk þess sem fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu. Um þessar mundir er verið að fjalla um nýtt deiliskipulag Isavia fyrir svæðið. Til að kröfurnar verði að veruleika mun nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi sveitarfélagsins og sömuleiðis fá heimild landeiganda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×