Innlent

Tugir manna krefjast fundar með Guðbjarti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Um 40 manns eru samankomnir við velferðarráðuneytið til þess að sýna Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur samstöðu. Guðbjarti Hannessyni ráðherra verður afhend ályktun til þess að krefjast þess að mál barna Hjördísar verði endurskoðuð. Lögreglan og barnaverndayfirvöld fjarlægðu börn hennar af heimili hennar í Kópavogi fyrr í sumar.

Barnsfaðir Hjördísar er danskur og hafði þeim verið dæmd sameiginleg forsjá yfir börnunum en þau skyldu hafa lögheimili í Danmörku. Hjördís flúði aftur á móti með börnin til Íslands í trássi við dönsk yfirvöld. Íslensk yfirvöld hafa sagt að þau gætu ekki aðhafst með öðrum hætti en gert var þegar börnin voru tekin af heimilinu. Hver og einn einasti mótmælandi hefur tekið þá ákvörðun að krefjast persónulegs fundar með Guðbjarti velferðarráðherra vegna málsins.

Eftir mótmælin sendi Guðbjartur frá sér yfirlýsingu sem má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×